Þriðjudagurinn 26. janúar 2021

Kýpur: Áform um að bjarga efnahagnum með fjárhættuspili


21. júní 2013 klukkan 09:04

Kýpverjar ætla að blása nýju lífi í efnahagskerfi sitt, með aðstoð rússneskra auðmanna. Þótt ásakanir hafi verið uppi, einkum í Þýskalandi, um að Kýpur sé griðastaður fyrir peningaþvætti Rússa leita kýpversk stjórnvöld til Rússlands í leit að fjárfestum í nýrri atvinnustarfsemi, rekstri kasínóa, spilavíta.

Ríkisstjórn Kýpur hefur undirbúið frumvarp til laga um leyfi til að reka kasínó á eyjunni. Markmiðið er að fjölga ferðamönnum til eyjarinnar, skjóta nýjum stoðum undir atvinnulífið og vinna gegn fátækt vegna atvinnuleysis.

„Við viljum laða að okkur fjárfesta til að reisa kasínó-ferðamannastað sem á að stuðla að því að Kýpur hafi aðdráttarafl fyrir ferðamenn allan ársins hring,“ segir George Lakkotrypis, viðskipta-, iðnaðar- og ferðamálaráðherra, við Bloomberg fréttastöðina.

Ferðmannaþjónusta er 19% af landsframleiðslu á Kýpur og markaður fyrir fjárhættuspil mikill þar sem það hefur verið bannað í Rússlandi síðan 2009. Bannið hefur meðal annars leitt til þess að rússneskir fjárhættuspilarar hafa streymt til Hvíta-Rússlands þar sem kasínó eru starfrækt. Kýpverjar vona að hin nýja starfsemi hjá þeim hafi aðdráttarafl fyrir Rússa og aðra sem hafa þörf fyrir að spila póker, rúllettu eða blackjack.

Sérfræðingar telja að Kýpverjar kunni að detta í lukkupottinn nái markmið þeirra fram að ganga.

„Rekstrargrundvöllur fyrir kasínó á Kýpur ætti að vera frábær. Kýpur er í næsta nágrenni Mið-Austurlanda en þaðan fara margir vel stæðir einstaklingar til London til að stunda fjárhættuspil. Besta markhópinn er hins vegar að finna meðal auðugra Rússa,“ segir Warwick Bartlett, forstjóri í ráðgjafafyrirtækinu Global Betting and Gambling Consultants.

Paul Herzfeld, fyrrverandi forstjóri hjá Herzfeld Consulting er sömu skoðunar: „Kýpur getur þjónað Rússum eins og Mallorka Þjóðverjum.“

Rekstur kasínóa á Kýpur er ekki ný hugmynd. Hinir grísku mælandi íbúar eyjarinnar eru í þessu efni eftirbátar hinna tyrknesku mælandi sem búa að norðurhluta eyjunnar sem lýtur stjórn Tyrkja síðan 1974. Frá því snemma á níunda áratugnum hafa Tyrkir rekið kasínó á sínum hluta eyjunnar og laðað að sér spilaglaða ferðamenn frá Rússlandi, Ísrael og Mið-Austurlöndum.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bólgan vex en hjaðnar samt

Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS