Fimmtudagurinn 21. janúar 2021

Enn eitt skref stigið til banka­sambands á evru-svæðinu


21. júní 2013 klukkan 10:34
Jeroen Dijsselbloem

Fjármálaráðherrar evru-ríkjanna stigu nýtt skref fimmtudaginn 20. júní í átt til bankasambands með því að samþykkja beina endurfjármögnun á bönkum úr ESM, stöðugleikasjóði evrunnar. Fyrirheit um þetta skref var gefið fyrir ári þegar mikil vandræði steðjuðu að spænskum bönkum.

Fjármálaráðherrar evru-ríkjanna 17 komu saman til fundar í Lúxemborg og samþykktu 20. júní að koma á kerfi sem „tryggði stöðugleika á evru-svæðinu“ og kæmi í veg fyrir að „bankakreppa leiddi til aukningar á ríkisskuldum“ sagði Jeroen Dijsselbloem, formaður evru-ráðherrahópsins, eftir fundinn.

Ráðherrarnir samþykktu að um afturvirkni yrði að ræða og þess vegna gæti ákvörðun þeirra gagnast ýmsum ríkjum sem þegar hafa hlotið aðstoð, einkum við að styrkja banka þeirra. Hvert tilvik yrði þó skoðað fyrir sig ekki væri um almenna afturvirka reglu að ræða.

Með beinni endurfjármögnun banka úr ESM-sjóðnum á að vera unnt að leggja bönkum til fjármagn án þess að ríkissjóður viðkomandi ríkis sé milliliður. Hinar nýju reglur taka ekki gildi fyrr en á miðju ári 2014. Þegar sameinað eftirlitskerfi með bönkum verður komið til sögunnar.

Af 500 milljörðum evra í ESM-sjóðnum verður 60 milljörðum varið til að endurfjármagna banka. Stjórnendur sjóðsins geta endurmetið þessa tölu „telji þeir nauðsynlegt“ segir Jeroen Dijssebloem. Fé verður ekki veitt úr sjóðnum nema að uppfylltum skilyrðum.

„Haldi einhverjir að það sé nóg að hafa samband við ESM eigi banki í vandræðum fara þeir villur vega,“ sagði Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bólgan vex en hjaðnar samt

Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS