Þriðjudagurinn 26. janúar 2021

Ólafur Vignir segir flugvél til taks fyrir Edward Snowden - fréttin flýgur um heiminn


21. júní 2013 klukkan 19:57

Reuters-fréttastofan sendi föstudaginn 21. júní frétt um að Ólafur Vignir Sigurvinsson, fyrrverandi forstjóri DataCell hefði einkaþotu til taks í því skyni að flytja Edward Snowden, uppljóstrara um NSA, Þjóðarörygisstofnun Bandaríkjanna, frá Hong Kong til Íslands. Ólafur Vignir hafi ekki talað beint við Snowden heldur við fulltrúa hans.

Í fréttinni sem send er frá Reykjavík segir að Ólafur Vignir sé í tengslum við WikiLeaks og hann hafi aðgang að flugvélum í Hong Kong og á meginlandi Kína sem Snowden geti notað.

Vitnað er í Jóhann Tómasson, upplýsingafulltrúi innanríkisráðuneytisins, sem segir að Snowden hafi ekki haft samband við innanríkisráðuneytið en hann geti lagt fram beiðni um hæli sé hann í landinu.

Jóhann er spurður um áform Ólafs Vignis um að leigja flugvél til að flytj Snowden til Íslands og svarar: „Við gerum ekki athugasemdir við það. Við vitum hins vegar ekki meira um málið en segir í fréttum. Við getum ekki sagt meira.“

Ólafur Vignir segir að safnað hafi verið fé frá einstaklingum til að kosta flugferðina. „Það er til hópur fólks sem hefur áhuga á málfrelsi og telur mikilvægt að vita hverjir njósna um okkur. Okkur þykir friðhelgi miklu skipta.“

Í Bandaríkjunum vinna samtökin Progressive Change Campaign Committee að söfnun fjár til stuðnings Snowdens. Reuters segir að ekki sé ætlunin að nota peningana til að standa undir kostnaði við för Snowdens til Íslands verði af henni.

Matt Wall, fulltrúi bandarísku samtakanna, sagði föstudaginn 21. júní að 20.800 dollarar hefðu safnast og nota ætti féð til að standa undir löfræðikostnaði kæmi til málaferla gegn honum, hann fengi ekki neitt til eigin nota.

Sagt er að Ólafur Vignir Sigurvinsson sé fyrrverandi forstjóri DataCell sem meðal annars hafi sinnt greiðslumiðlun fyrir WikiLeaks. Hann hafi áður starfað fyrir fjárfestinga- og tæknifyrirtæki þar á meðal Baug, MerkurPoint og iCell.

Hann segist vona að Snowden verði veittur íslenskur ríkisborgararéttur eins og Bobby Fischer.

Frétt Reuters hefur birst í fjölmiðlum víða um heim föstudaginn 21. júní en höfundur hennar er Róbert Róbertsson.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS