Miđvikudagurinn 7. desember 2022

Ţing Evrópu­ráđsins fordćmir vinnubrögđ alţingis viđ ákćruna á hendur Geir H. Haarde - Evrópu­vaktin birtir ályktunina í heild


30. júní 2013 klukkan 18:53
Pieter Omtzigt

Ţing Evrópuráđsins samţykkti samhljóđa (međ 86 atkvćđum) ályktun föstudaginn 28. júní um ađ halda beri pólitískri ábyrgđ og refsiábyrgđ ađskildum. Pieter Omtzigt (hollenskur ţingmađur í miđ-hćgri flokki EPP/CD) samdi tillöguna ađ lokinni rannsókn á tveimur refsimálum í ađildarríkjum Evrópuráđsins: landsdómsmálinu á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsćtisráđherra og sakamálinu á hendur JúlíuTymosjenko, fyrrverandi forsćtisráđherra Úkraínu og Júrí Lutsenko, fyrrverandi innanríkisráđherra landsins.

Omtzigt segir í skýrslu sinni til ţingsins ađ ekki sé alfariđ unnt ađ leggja málin frá Íslandi og Úkraínu ađ jöfnu enda hafi Geir H. Haarde ekki veriđ hnepptur í fangelsi, hann sé ţví ekki „pólitískur fangi“ eins og hin tvö. Hann hafi einnig veriđ sýknađur af meginákćrunni um ađ hafa sýnt „ađgerđaleysi“ viđ ađ hindra bankakreppuna á Íslandi. Hins vegar sé ekki unnt ađ líta fram hjá ţví ađ Geir hafi einn veriđ ákćrđur í atkvćđagreiđslu ţar sem flokkshagsmunir réđu hjá nýjum meirihluta á alţingi, einnig verđi ađ líta til ţess ađ hinn sérstaki saksóknari í landsdómsmálinu hafi gengi lengra en góđu hófi gegnir viđ ađ knýja fram ađ Geir yrđi refsađ fyrir brot á formsatriđi sem reist var á langri venju sem rekja mátti til ţess tíma ađ Ísland var ekki sjálfstćtt ríki og fleiri atriđi sem ţingmađurinn lýsir í skýrslu sinni til Evrópuráđsţingsins og valda ţví ađ hans mati ađ í málinu hafi veriđ brotiđ gegn ţeirri meginreglu sem hann áréttar í tillögu sinni um ađ greina beri á milli pólitískrar ábyrgđar og refsiábyrgđar ţegar ákveđiđ sé ađ sćkja mál á hendur stjórnmálamanni.

Geir H,. Haarde sendi frá sér tilkynningu sunnudaginn 30. júní vegna ályktunar Evrópuráđsţingsins. Ţar segir:

„Ţessi ályktun ţings Evrópuráđsins er stórsigur fyrir mig og minn málstađ og ég fagna henni. Tilefni hennar og ţeirrar vinnu sem ađ baki liggur eru landsdómsmálaferlin gegn mér og réttarhöldin yfir Júlíu Tymoshenko fyrrv. forsćtisráđherra Úkraínu.

Niđurstađan lýsir fordćmingu á pólitískum sakamálaréttarhöldum ţar sem fólk er ákćrt fyrir pólitískar ákvarđanir eđa skođanir. Ţađ er sannarlega dapurlegt ađ Íslandi skuli međ landsdómsmálinu hafa veriđ komiđ í slíkan félagsskap af ţáverandi ráđamönnum ţjóđarinnar.

Jafnframt er raunalegt hvernig ţáverandi formađur Íslandsdeildar Evrópuráđsţingsins, Ţuríđur Backman, sem var einn ákćrenda í landsdómsmálinu, varđ sér til minnkunar á ţessum alţjóđlega vettvangi međ séráliti sínu og undirstrikađi enn frekar ţađ póltíska ofstćki sem ađ baki lá.“

Ţrír alţingismenn sátu fundi ţings Evrópuráđsins ţar sem tillaga Pieters Omtzigts var afgreidd: Karl Garđarsson (F), formađur ţingmannanefndarinnar, Brynjar Níelsson (S) og Ögmundur Jónasson (VG). Atkvćđaupplýsingar á vefsíđu Evrópuráđsţingsins sýna ađ Karl tók ţátt í lokaafgreiđslu tillögunnar og greiddi atkvćđi međ henni. Enginn íslensku ţingmannanna tók til máls í umrćđum um tillöguna.

Í samtali viđ fréttastofu ríkisútvarpsins sunnudaginn 30. júní sagđi Karl Garđarsson ađ ekki vćru tilgreind nein lönd í lokatexta tillögunnar, hún ćtti ađ ná til allra landa og ţinga. Skilabođin séu skýr frá Evrópuráđsţinginu: Menn hafi ekki viljađ ađ stjórnmálamenn gćtu hefnt sín á pólitískum andstćđingum. Ţá sagđi hann ţingmenn hafa lýst ţó nokkurri undrun á málatilbúnađi gegn Geir í umrćđum á Evrópuráđsţinginu föstudaginn 28. júní. „Ţađ sem mönnum ţótti sérstaklega undarlegt var ađ Geir Haarde skyldi einn hafa veriđ dreginn fyrir dómstóla, landsdóm. Menn skildu ekki hvađ lá ađ baki ţeirri ákvörđun,“ sagđi Karl Garđarsson.

Hér fer ályktun Evrópuráđsţingsins í heild í lauslegri ţýđingu Evrópuvaktarinnar:

1. Ţing Evrópuráđsins telur ađ lýđrćđi og réttarríkiđ sé reist á ţví ađ veita beri stjórnmálamönnum virka vernd gegn ákćru til refsingar vegna pólitískra ákvarđana ţeirra. Ţeir eiga ađ bera pólitíska ábyrgđ á pólitískum ákvörđunum og í ţví efni er lokadómur í hendi kjósenda.

2. Ţingiđ áréttar einnig grundvallar-andstöđu sína viđ alls konar undanţágum frá lögsókn eins og lýst er í ályktun 1675 (2009) um stöđu mannréttinda í Evrópu, ţörfin fyrir ađ upprćta undanţágu frá lögsókn. Af ţessu leiđir ađ kalla ber stjórnmálamenn til ábyrgđar vegna saknćmra verka ţeirra eđa ađgerđaleysis hvort heldur um er ađ rćđa einkalíf ţeirra eđa opinber verkefni.

3. Skil milli pólitískra ákvarđana og saknćmra verka eđa ađgerđaleysis ber ađ reisa á stjórnlögum ríkja og sakamálalögum. Í ţeim skal hins vegar virđa eftirfarandi grunnreglur í samrćmi viđ niđurstöđur Evrópunefndarinnar um lýđrćđi í krafti laga (Feneyjanefndarinnar):

3.1 Sakamálaréttarfar á ekki ađ nota til ađ refsa fyrir pólitísk mistök eđa ágreining;

3.2 stjórnmálamenn bera sömu ábyrgđ og almennir borgarar vegna almennra afbrota;

3.3 efnislegar lagareglur einstakra ríkja um refsiábyrgđ ráđherra verđa ađ vera í samrćmi viđ 7. gr. mannréttindasáttmála Evrópu (hér eftir nefndur sáttmálinn) og ađrar meginreglur réttarríkisins ţar á međal lögfrćđilega vissu, fyrirsjáanleika, skýrleika, međalhóf og jafnrćđi í málsmeđferđ;

3.4 sérstakur vandi kann ađ skapast vegna víđtćkra og óljósra ákvćđa í sakamálalögum einstakra ríkja „misbeitingu opinbers valds“ bćđi viđ túlkun í ljósi 7. gr. sáttmálans og annarra grunnreglna og ţá eru ţau sérstaklega viđkvćm gagnvart pólitískri misbeitingu;

3.5 ákvćđi í lögum einstakra ríkja um „misbeitingu opinbers valds“ ber ađ skýra ţröngt og ađeins beita í undantekningartilvikum (orđrétt ţýđing: eftir ađ fariđ er yfir háan ţröskuld) međ vísan til annarra skilyrđa, má ţar nefna í málum um fjárhagsleg efni ađ fyrir hendi sé ásetningur um eigin hagnađ; ţeim skal ađeins beita gegn stjórnmálamönnum ţegar ekki er annarra kosta völ og refsiađgerđir eiga ađ taka miđ af lögbrotinu og ekki ráđast af pólitísku mati;

3.6 ţegar litiđ er til réttarfars í málum ţar sem stjórnmálamađur er sóttur til saka fyrir „refsivert athćfi“ međ vísan til 6. gr. sáttmálans ber ađ gćta sömu reglna um sanngjarna málsmeđferđ hvort sem um er ađ rćđa venjulegt sakamál eđa sérstakt sakamál ađ tilstuđlan ţjóđţings eins og heimilt er ađ höfđa í ýmsum ríkjum Evrópuráđsins;

3.7 sérstakar reglur um málshöfđun á hendur ráđherrum mega ekki brjóta gegn grundvallarreglum réttarríkisins. Ţar sem hćtta er á ađ slíkum reglum verđi misbeitt í pólitískum tilgangi ber ađ gćta sérstakrar varúđar og ađgćslu viđ túlkun ţeirra og beitingu.

4 Međ vísan til ofangreinds vill ţingiđ:

4.1 hvetja stjórnarmeirihluta í ađildarríkjum til ađ forđast ađ misbeita sakamálaréttarfari til ađ ná sér niđri á pólitískum andstćđingum;

4. 2 leggja til viđ löggjafarţing í ađildarríkjum ţar sem enn eru í gildi viđtćk ákvćđi í sakamálalögum um misnotkun opinbers valds ađ ţau kanni leiđir til ađ afnema eđa endurorđa slík ákvćđi međ ţađ fyrir augum ađ ţau falli ađ ábendingum Feneyjanefndarinnar;

4.3 leggja til viđ viđkomandi stjórnvöld í ađildarríkjum ţar sem ákvćđi stjórnarskrár gera ráđ fyrir sérstakri ađferđ viđ ađ ákćra ráđherra fyrir refsiverđan verknađ ađ tryggja ađ ţau séu túlkuđ og ţeim sé beitt af ţeirri varúđ og ađgćslu sem fellur ađ ábendingu Feneyjanefndarinnar;

4.4 hvetja viđkomandi yfirvöld í ađildarlöndunum sem hlotiđ hafa dóm fyrir brot á 18. gr.sáttmálans (takmörkun á skerđingu réttinda) til ađ grípa til sérstakra ađgerđa til ađ tryggja sjálfstćđi dómsvaldsins og grípa skjótt til nauđsynlegra ađgerđa í ţví skyni ađ framkvćma viđkomandi dóma Mannréttindadómstóls Evrópu.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orđiđ í afstöđu til ESB-viđrćđna - réttur ţjóđar­innar tryggđur

Ţáttaskil urđu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars ţegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráđherra aftenti formanni ráđherraráđs ESB og viđrćđu­stjóra stćkkunarmála í framkvćmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Ţar segir: „The Government of...

 
Mest lesiđ
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óţarfi ađ rćđa frekar viđ ESB vegna afstöđu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvćr Evrópu­skýrslur styđja sjónarmiđ LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvćmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir ađ í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfrćđi­stofnun HÍ og Alţjóđa­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styđji ţá afstöđu LÍÚ ađ Ísland eigi ađ standa utan ESB. Ţá segir hann óţarfa ađ ganga lengra í viđrćđum viđ ES...

Norđurslóđir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til ađ hlýnun jarđar og sú bráđnun hafíss, sem af henni leiđir geti losađ um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi veriđ hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiđum á Norđurslóđum. Ţetta segja rannsakendur ađ geti gerzt á einum áratug. Međal ţess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er ađ slíkir öskuhaugar séu ađ myndast á Barentshafi.

Ţýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega ţjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harđri gagnrýni fyrir ummćli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­ţingsins ţess efnis ađ Evrópu­sambandiđ vćri ekki „socialunion“ eđa bandalag um félagslega ţjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til ađ Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gćrkvöldi benda til ađ Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­ţingsins sem hófust í gćrmorgun og ađ ţingmönnumhans á Evrópu­ţinginu fćkki um tvo en ţeir hafa veriđ fimm. Ţetta gengur ţvert á spár um uppgang flokka lengst til hćgri í ţeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS