Laugardagurinn 25. júní 2022

Snowden sagður hafa sótt um hæli í Rússlandi - Pútín setur skilyrði fyrir að tekið verði á umsókninni


1. júlí 2013 klukkan 18:52

Edward Snowden, uppljóstrari um njósnastarfsemi Bandaríkjanna, er sagður hafa sótt um hæli í Rússlandi. Talið er að hann hafi setið á Moskvu-flugvelli í rúma viku og komist hvorki land né strönd. Vladimír Pútin Rússlandsforseti setur skilyrði fyrir að umsóknin verði afgreidd.

Interfax-fréttastofan í Rússlandi vitnaði í Kim Shevchenko, starfsmann utanríkisráðherra Rússlands á Sheremetyevo-flugvelli í Moskvu, sem sagði að fulltrúi Snowdens, Sarah Harrison, hefði lagt fram umsókn um hæli sunnudaginn 30. júní.

Julian Assange hjá WikiLeaks og Edward Snowden

Vladimír Pútín Rússlandsforseti staðfesti að umsóknin hefði verið lögð fram þegar hann sagði opinberlega mánudaginn 1. júlí að Snowden fengi ekki hæli nema hann hætti að leka bandarískum leyndarmálum.

Pútín sagði að ríkisstjórn Rússlands hefði ekki nein áform um að framselja Snowden til Bandaríkjanna. Hann sagði einnig að vildi Snowden dveljast í Rússlandi yrði hann að hætta að leka skjölum, til þessa hefur Snowden ekki sýnt neinn áhuga á að koma til móts við þessar kröfur.

Pútín fjallaði um þetta mál á sama tíma og Barack Obama Bandaríkjaforseti var á ferðalagi um Tanzaníu en þar sagðist hann „vona“ að Rússar verði við óskum Bandaríkjamanna um framsal.

„Það hefur verið rætt við Rússa á æðri stigum stjórnkerfisins í leit að lausn á málinu,“ sagði Obama.

Talið er að Snowden sé einhvers staðar á „transit“-svæði Moskvu-flugvallar. Vandi hans við að finna leið þaðan jókst í síðustu viku þegar stjórnvöld í Ekvador ógiltu ferðaskilríki sem WikiLeaks tókst að útvega frá lágt settum embættismanni stjórnvalda Ekvador. Sarah Harrison er lögfræðilegur ráðunautur WikiLeaks og er hún sögð fylgja Snowden hvert fórmál og hefur nú lagt fram ósk um hæli fyrir hann í Rússlandi.

Bandarísk yfirvöld hafa ógilt vegabréf Snowdens, hann á því enga leið til að komast af flugvellinum í Moskvu án þess að verða handtekinn.

Patrick Ventrell, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, segir að Bandaríkjastjórn geti gefið út ný ferðaskilríki í því eina skyni að Snowden komist til Bandaríkjanna.

Pútín sagði að Snowden liti á sig sem baráttumann í þágu réttinda, „nýjan andófsmann“ og bar hann saman við Andrei Sakharov, handhafa friðarverðlauna Nóbels.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS