Fimmtudagurinn 21. janúar 2021

Forsetar Nikaragva og Venezúela bjóða Edward Snowden pólitískt hæli


6. júlí 2013 klukkan 13:25

sylum offers

Nicolas Maduro

Forsetar Nikaragva og Venezúela hafa gefið til kynna að þeir geti veitt Edward Snowden pólitískt hæli. Hann er á flótta undan bandarískum yfirvöldum sem saka hann um njósnir og að hafa stolið opinberum trúnaðargögnum þegar hann starfaði sem verktaki hjá Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna, NSA.

Nicolas Maduro, forseti Venezúela, sagði að hann mundi veita Snowden hæli en hann dvelst nú á Moskvuflugvelli. Daniel Ortega, forseti Nikaragva, sagði að Snowden fengi hæli í landi sínu „ef aðstæður leyfðu“.

WikiLeaks sagði að Snowden hefði sótt um hæli í sex löndum til viðbótar við 21 áður föstudaginn 5. júlí. Landanna var ekki getið á vefsíðunni af öryggisástæðum að sögn WikiLeaks.

Fyrir frestun sumarþings að kvöldi fimmtudags 4. júlí fluttu þrír alþingismenn Pírata: Helgi Hrafn Gunnarsson, Birgitta Jónsdóttir, Jón Þór Ólafsson, auk Ögmundar Jónassonar (VG), Páls Vals Björnssonar (BF) og Helga Hjörvars (SF) frumvarp til laga um ríkisborgararétt á Íslandi fyrir Edward Snowden. Málið gekk ekki til nefndar.

Á vefsíðu BBC segir að eitt sé að bjóða Snowden hæli í S-Ameríku annað sé að koma honum þangað því að lofthelgi Evrópu sé lokuð öllum flugvélum sem liggi undir grun um að hafa flóttamanninn um borð.

Manduro bauð Snowden hæli í þjóðhátíðarræðu og sagði:

„Sem ríkisoddviti Bolivaríska lýðveldisins Venezúela hef ég ákveðið af mannúðarástæðum að veita unga bandaríska ríkisborgaranum Edward Snowden hæli svo að hann geti komið til föðurlands Boliviars og Chavezar og búið fjarri ofsækjendum í heimsvaldasinnaðri Norður-Ameríku.“

Daniel Ortega sagði áður en þessi orð féllu að ósk hefði borist frá Snowden um hæli í Nikaragva, forsetinn sagði:

„Við höfum opinn huga og berum virðingu fyrir réttinum til hælisvistar, og það er ljóst að leyfi aðstæður það mundum við með ánægju taka á móti Snowden og veita honum hæli í Nikaragva.“

Í vikunni neyddist forseti Bolivíu til að dveljast í 13 klukkustundir á flugvellinum í Vínarborg. Hann var á heimleið í einkavél frá Moskvu og vöknuðu grunsemdir um að Snowden kynni að leynast í vél hans. Frakkar, Portúgalir, Ítalir og Spánverjar bönnum forsetavélinni að fljúga um lofthelgi sína.

Föstudaginn 5. júlí viðurkenndi José Manuel Garcia-Margallo, utanríkisráðherra Spánar, að sér og yfirvöldum annarra ríkja hefði verið sagt að Snowden væri um borð í forsetavélinni frá Bolivíu. Hann vildi ekki segja hvaðan upplýsingarnar bárust. Hann neitaði að Spánverjar hefðu lokað lofthelgi sinni fyrir vélinni, hún hefði orðið að lenda í Austurríki af því að þurft hefði að endurnýja flugleyfi hennar.

Spænski ráðherrann varð fyrstur opinberra aðila í Evrópu til að staðfesta að tafirnar á ferð forseta Bolivíu tengdust máli Snowdens.

Heimild: BBC

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS