Miðvikudagurinn 20. janúar 2021

Viðskiptadeilur Frakka og Þjóðverja vegna Mercedes Benz ræddar í Brussel


15. júlí 2013 klukkan 13:26

Sérfræðingar á vegum ESB koma saman til fundar miðvikudaginn 17. júlí til að ræða deilur milli Frakka og Þjóverja vegna ákvörðunar franskra yfirvalda um að banna sölu á nýjum gerðum af Mercedes Benz í Frakklandi þar sem framleiðandi þeirra, Daimler, neitar að fara að kröfum um nýtt efni í loftkælingu bílanna.

Í frétt AFP um fundinn segir að hann muni sitja fulltrúar ESB-ríkjanna 28, um sé að ræða „tæknilegan“ fund um „lagatúlkun“.

Líkur eru á viðskiptaerjum milli Frakka og Þjóðverja vegna málsins.

Frakkar beina aðgerðum sínum gegn A,B og CLA-class gerðum af Mercedes Benz-bílum. Þjóðverjar telja að með banni Frakka sé brotið gegn frjálsu flæði vöru yfir landamæti innan ESB.

Frá 1. janúar ber að nota kæliefnið R1234yf í loftkælingu bifreiða innan ESB. Daimler vill halda í efni af eldri gerð, R134a, þar sem rannsóknir hafi sýnt að nýja efnið sé eldfimara en hið gamla og valdi sprengjuhættu við árekstur.

Framleiðendur R1234yf hafna skoðun Daimler en þýsk yfirvöld veittu fyrirtækinu sérstakt leyfi til að nota gamla efnið áfram, þótt nýja efnið hefði hlotið viðurkenningu Sambands þýskra bílaframleiðenda, VDA, en Daimler er aðili að sambandinu.

Þjóðverjar hafa frest til 20. ágúst til að svara spurningum framkvæmdastjórnar ESB um málið en Brusselmenn verða að ákveða innan 10 vikna hvort þeir ætli að grípa til lagalega úrræða gegn Þjóðverjum.

Af hálfu Daimler er bent á að bílanir sem bannað er að selja í Frakklandi hafi verið smíðaðir á sex mánaða umþóttunartíma og þess vegna sé löglaust að banna sölu þeirra. Á fundinum á miðvikudag verður spurningu um réttmæti þessara raka Daimler rædd í von um að finna svar við henni sem sættir deiluaðila.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bréf Víglundar til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar: Leynimakk við kröfuhafa á svig við neyðarlögin

+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingis­húsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS