Miđvikudagurinn 20. janúar 2021

Spánn: Forsćtis­ráđherrann situr sem fastast - fyrrverandi gjaldkeri flokks hans svarar til saka fyrir dómi


15. júlí 2013 klukkan 18:32

Mariano Rajoy, forsćtisráđherra Spánar, ćtlar ekki ađ segja af sér ţótt nafn hans tengist spillingarmáli. Luis Barcenas, fyrrverandi gjaldkeri Lýđflokksins (PP), flokks forsćtisráđherrans, sat í rúmlega ţrjár klukkustundir ákćrđur fyrir rétti í Madrid mánudaginn og svarađi spurningum um hlut sinn í spillingarmálinu.

Barcenas (55 ára) var settur í varđhald í júní sakađur um mútur, peningaţvćtti, skattsvik og önnur afbrot. Taliđ var sannađ ađ hann hefđi lagt 47 milljónir evra á leynireikninga í Sviss.

Fjölmiđlar hafa spurt Rajoy forsćtisráđherra um ásakanir um ađ hann hefđi ţegiđ leynigreiđslur ţegar hann sat sem ráđherra í fyrri ríkisstjórn seint á tíunda áratugnum. Stjórnarandstađan krefst afsagnar forsćtisráđherrans. Hann hafnar ţeirri kröfu.

„Ég ćtla ekki ađ bregđast umbođinu sem spćnska ţjóđin veitti mér,“ sagđi Rajoy viđ blađamenn mánudaginn 15. júlí.

Lögfrćđingur tengdur málinu sagđi Reuters-fréttastofunni ađ líklegt vćri ađ Barcenas mundi leggja fram skjöl sem sýndu ađ hann hélt í mörg ár utan um leynisjóđ fyrir flokkinn. Barcenas ítrekađi fyrir rétti ađ Rajoy hefđi fengiđ greiđslur úr leynisjóđnum, hann hefđi međal annars fengiđ fé úr hönum milli 2008 og 2010.

Dagblađiđ EL Mundo sagđi í síđustu viku ađ gögn sýndu ađ Rajoy hafi fengiđ ađ minnsta kosti 42.000 evrur greiddar úr sjóđnum ţegar hann var ráđherra 1997 til 1999.

Taliđ er verktakar hafi greitt í sjóđinn á ólögmćtan hátt og fjármununum hafi veriđ dreift í reiđufé til flokksbrodda til ađ ţeir greiddu fyrir ábátasömum samningum viđ verktakana.

PP-flokkurinn hefur hafnađ ásökunum um ólögmćtt athćfi. „Lýđflokkurinn ţarf ekkert ađ óttast, viđ erum međ hreinan skjöld,“ sagđi Carlos Floriano, starfsmađur í skrifstofu flokksins, mánudaginn 15. júlí. „Barcenas er í fangelsi og hann verđur ađ skýra hvađan hann fékk peningana sem hann sendi til Sviss,“ sagđi hann.

Á sínum tíma sagđi Barcenas ađ fjármunirnir vćru ágóđi af viđskiptasamningum. Hann sagđi hins vegar í El Mundo í síđustu viku ađ ólöglega hefđi veriđ stađiđ ađ fjármögnun á starfi Lýđflokksins.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orđiđ í afstöđu til ESB-viđrćđna - réttur ţjóđar­innar tryggđur

Ţáttaskil urđu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars ţegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráđherra aftenti formanni ráđherraráđs ESB og viđrćđu­stjóra stćkkunarmála í framkvćmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Ţar segir: „The Government of...

 
Mest lesiđ
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óţarfi ađ rćđa frekar viđ ESB vegna afstöđu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvćr Evrópu­skýrslur styđja sjónarmiđ LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvćmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir ađ í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfrćđi­stofnun HÍ og Alţjóđa­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styđji ţá afstöđu LÍÚ ađ Ísland eigi ađ standa utan ESB. Ţá segir hann óţarfa ađ ganga lengra í viđrćđum viđ ES...

Norđurslóđir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til ađ hlýnun jarđar og sú bráđnun hafíss, sem af henni leiđir geti losađ um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi veriđ hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiđum á Norđurslóđum. Ţetta segja rannsakendur ađ geti gerzt á einum áratug. Međal ţess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er ađ slíkir öskuhaugar séu ađ myndast á Barentshafi.

Ţýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega ţjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harđri gagnrýni fyrir ummćli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­ţingsins ţess efnis ađ Evrópu­sambandiđ vćri ekki „socialunion“ eđa bandalag um félagslega ţjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til ađ Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gćrkvöldi benda til ađ Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­ţingsins sem hófust í gćrmorgun og ađ ţingmönnumhans á Evrópu­ţinginu fćkki um tvo en ţeir hafa veriđ fimm. Ţetta gengur ţvert á spár um uppgang flokka lengst til hćgri í ţeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS