Fimmtudagurinn 21. janúar 2021

Maria Damanaki segir að tími refsiaðgerða vegna makrílveiða sé kominn


15. júlí 2013 klukkan 22:07

Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB, ætlar að ákveða fyrir lok júlímánaðar hvort hún leggi til að gripið verði til refsiaðgerða gegn Íslendingum vegna makrílveiða íslenskra skipa í lögsögu Íslands.

Maria Damanaki

Reuters-fréttastofan sendi frétt um þetta að kvöldi mánudags 15. júlí. Þar segir að hugsanlega verði lagt bann við löndunum íslenskra fiskiskipa. Þá er bent á að hótun Damanaki sé birt á sama tíma og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra heimsækir Brussel.

Í frétt Reuters segir að deilan vegna makrílveiða Íslendinga hafi komið til sögunnar á árinu 2009. Veiðar íslenskra skipa hafi valdið ágreiningi við Evrópusambandið og Noreg.

„Við getum ekki leyft að stofninn sé eyðilagður með einhliða aðgerðum,“ sagði Damanaki við fréttamenn að loknum fundi í sjávarútvegsráðherra ESB-ríkjanna sem lauk í Brussel síðla mánudags 15. júlí. „Við getum ekki beðið til næsta árs, við verðum að grípa til aðgerða núna. Í hverju aðgerðar okkar felast mun skýrast fyrir lok þessa mánaðar.“

Reuters segir að auk þess að banna íslenskum og færeyskum sjómönnum að landa afla sínum í höfunum ESB-ríkja kunni refsiaðgerðirnar að fela í sér bann við innflutningi á makríl og skyldum fisktegundum. Vitnar fréttastofan til ónafngreinds heimildarmanns.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hittir José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar ESB, og Herman Van Rompuy, forseta leiðtogaráðs ESB, í Brussel þriðjudaginn 16. júlí.

Á mbl.is er rætt við Birgi Ármannsson (S), formann utanríkisrmálanefndar alþingis, í tilefni af hótun Damanaki. Hann segir:

„Við vitum að hinn formlegi undirbúningur að refsiaðgerðunum hefur átt sér stað að einhverju leyti innan ESB. Ég hef viljað túlka það þannig að þarna sé fyrst og fremst um að ræða hótanir. Ég hef hins vegar ekki trú á því að ESB grípi til einhverra aðgerða öðruvísi en að frekari viðræður eigi sér stað áður. Þar að auki hef ég miklar efasemdir um að refsiaðgerðir af því tagi sem menn hafa rætt um innan sambandsins fáist einfaldlega staðist. Ég held að það séu ekki lagaforsendur fyrir þeim.“

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS