Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, segir að stjórn sín muni stíga öll „lögmæt og hæfileg skref“ eftir að Bretar ákváðu að senda herskip í heimsókn til Gíbraltar. Í breskum blöðum er gefið til kynna að um skyndiákvörðun um beitingu breska flotans sé að ræða vegna spennu milæli Breta og Spánverja.. Breska varnarmálaráðuneytið segir að ferð skipanna hafi berið ákveðin fyrir löngu. Í breska blaðinu The Daily Telegraph (DT) segir að ummæli Rajoys séu einskonar endurómur af því sem segir í sáttmála Sameinuðu þjóðanna um „allar nauðsynlegar ráðstafanir“ til að undirbúa beitingu herafla.
Deilan vegna Gíbraltar hefur magnast stig af stigi en undirrót hennar er að stjórnvöld á Gíbraltar hafa látið gera varnargarð gegn spænskum fiskiskipum og spænskir landamæraverðir hafa hert mjög allt eftirlit á landamærunum til Gíbraltar sem er utan Schengen-svæðisins eins og Bretland, móðurríki 30.000 manna sem búa við Gíbraltar-klett.
Bretar senda níu herskip til Miðjarðarhafs mánudaginn 11. ágúst en þar verður þyrlumóðurskipið Illustrious í broddi fylkingar auk tveggja freigátna, flotinn á að vera fjóra mánuði við störf á Miðjarðarhafi. Þrjú skipanna og þar á meðal freigátan Westminster munu hafa viðdvöl í Gíbraltar.
Foringjar í breska flotanum segja að fyrir löngu hafi verið ákveðið að senda þessa flotasveit af stað til æfinga, ferð hennar tengist ekki deilum stjórnvalda Bretlands og Spánar um þessar mundir.
Rajoy sagði að hann vonaði að Spánverjar þyrftu ekki að grípa til lögmætra aðgerða af sinni hálfu til að verja hagsmuni sína. „Spánverjar verða að verja þjóðarhagsmuni sína og það munum við gera,“ sagði forsætisráðherrann. Spænskir landamæraverðir mundu halda áfram eftirliti sínu og hvatti hann Breta að láta „heilbrigða skynsemi og góða dómgreind“ ráða gjörðum sínum.
Í níu skipa flotasveit Breta eru fjögur herskip og fimm aðstoðarskip. Um borð í skipunum eru þúsundir sjómanna auk landgönguliða. Skipin eru að sinna verkefni sem nefnt er Cougar 13 og munu sigla um Miðjarðarhaf, þaðan til Persaflóa og síðan á hafsvæðin úti fyrir ströndum Sómalíu. Þau munu efna til æfinga með flotum landa sem verða á leið þeirra.
Talsmaður breska varnarmálaráðuneytisins sagði að hið árlega Cougar-verkefni flotans hefði verið ákveðið fyrir löngu og stæði á gömlum grunni.
Talsmaðurinn sagði:
„Gíbraltar er mikilvægur staður innan breska varnarkerfisins og herskip eru allan ársins hring þar á ferð í hefðbundnum erindagjörðum. Þegar skipin í Cougar 12 voru á ferð á síðasta ári fóru skip úr sveitinni til Gíbraltar og væntanleg heimsókn freigátunnar Westminster og aðstoðarskipanna Lyme Bay og Mounts Bay er í samræmi við það sem ávallt er gert. Skip úr flotasveitinni munu heimsækja spænskar hafnir við æfingar sínar.
Herskip munu einnig heimsækja hafnir í Portúgal, á Spáni. Möltu og í Tyrklandi áður en þau sigla úr Miðjarðarhafi.“
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.