Kýpverjar hefðu átt að biðja ESB fyrr um aðstoð, strax á árinu 2011 til að komast hjá hinum harkalegu skilmálum sem reikningseigendur í bönkum Kýpur hafa mátt þola sagði Panicos Demetriades, seðlabankastjóri landsins, þriðjudaginn 13. ágúst. Afskriftir kýpverskra banka vegna viðskipta í Grikklandi námu 4,5 milljörðum evra á árinu 2011.
„Tilmæli um aðstoð hefði átt að senda í lok 2011 eða snemma árs 2012 þegar ljóst varð að bankarnir gætu ekki orðið sér úti um nægilegt eigið fé og óstöðugleiki ríki í efnahagslífi á Kýpur,“ sagði Demetriades á fundi nefndar sem rannsakar skuldavandann á Kýpur.
Hann sagði að þegar hann hefði verið skipaður í embætti 12. maí 2012 hefði hann fljótt áttað sig á að allar aðgerðir stjórnvalda miðuðu að því að forðast töku neyðarláns.
„Sérhver dagur sem leið án þess að samkomulag tækist jók áhættu tveggja stærstu banka landsins og dró úr líkum á að þeir stæðust álagið sem skaðaði grunnþjónustu þeirra við fyrirtæki og heimili.“
Demetris Christofias, þáverandi forseti, var tregur til að skrifa undir þungbæran samning um neyðarlán og vonaði að unnt væri að fá fé að láni annars staðar, til dæmis í Rússlandi.
Demetriades sagðist hafa sent nokkur bréf með varnaðarorðum til ríkisstjórnarinnar og lagði þau fram í nefndinni máli sínu til staðfestingar. Í einu þeirra frá október 2012 segir að stjórn Seðlabanka Evrópu telji „brýnt að gera samning um neyðarlán“. Í öðru bréfi sem sent var í nóvember 2012 segir að ríkisstjórnin eigi að semja um neyðarlán eins fljótt og henni sé fært vegna greiðsluvanda eins bankanna og útstreymis fjár af innlánsreikningum.
Nicos Anastasiades, arftaki kommúnistans Christofiasar á forsetastóli, skrifaði undir 23 milljarða evru neyðarláns-samninginn í mars 2013. Þá var ráðist í uppskurð ríkisfjármálunum með hækkun skatta og niðurskurði útgjalda.
Hluti af samningnum var 10 milljarða evru neyðarlán en alþjóðlegir lánardrottnar kröfðust þess einnig að Laiki, annar stræsti banki landsins, yrði gerður gjaldþrota og að gengið yrði á inneignir yfir 100.000 evrum í stærsta bankanum, Bank of Cyprus.
Þá var bönkum á Kýpur lokað í nærri tvær vikur í mars og gripið var til harkalegra fjármagns hafta þegar þeir voru opnaðir að nýju, sum haftanna eru enn við lýði.
Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.