Sunnudagurinn 21. júlí 2019

Uppnám í Kína vegna myndar af Tankman - minnt á mótmćli Bjarkar vegna Tíbets


18. ágúst 2013 klukkan 12:49
Jeff Widener (The Associated Press)
Hin fræga mynd frá 5. júní 1989 sem sýnir mann stöðva röð skriðdreka í Peking.

Eina af ţeim ljósmyndum sem eru bannfćrđar í Kína sendi AP-fréttastofan frá sér 5. júní 1989 og sýnir hún Tankman (skriđdrekamanninn). Jeff Widener tók myndina og er hún nú međal frćgustu ljósmynda mannkynsögunnar. Myndin sýnir atburđarás í tengslum viđ blóđbađiđ á Torgi hins himneska friđar (Tiananmen-torgi). Mađur gengur fram fyrir röđ skriđdreka sem beita á gegn mótmćlendum. Myndin er opinberlega bönnuđ í Kína en stundum tekst ađ lauma henni inn á kínverskar samskiptasíđur.

Kanadískt fyrirtćki sem skipuleggur tónleika og ađra viđburđi um heim allan, Cirque du soleil, braut gegn ritskođun og banni kínverskra yfirvalda föstudaginn 16. ágúst ţegar myndin af Tankman var sýnd á risaskjám á fyrstu tónleikum undir heitinu Michael Jackson: The Immortal World Tour í Peking en 15.000 manns sóttu ţá. Í miđju laginu They Don´t Care About Us birtist myndin á mörgum skjám í um ţađ bil 4 sekúndur og var hún hluti myndrađar sem sýndi mótmćli víđa um heim, ţegar myndin birtist urđu „áheyrendur sem steini lostnir“ segir á vefsíđunni shanghaiist.com en höfundur hennar var á tónleikunum.

Undrun áhorfenda var svo mikil ađ frásögn af ţessum viđburđi hefur fariđ um heim allan og auđvitađ borist víđa um Kína. Stephen George, sem búiđ hefur í Kína í 50 ár, sagđi viđ CNN ađ sýning á ţessari ljósmynd á fjöldasamkomu í sjálfri Peking vćri mjög óvenjuleg. Hvorki hann né vinir hans hefđu fyrr orđiđ vitni ađ neinu slíku í Peking ţau 50 ár sem hann hefđi búiđ ţar.

Menn undrast ađ myndin hafi komist á skjáinn ţrátt fyrir ritskođun kínverskra yfirvalda. Laura Silverman sem stendur ađ tónleikunum í minningu Michaels Jacksons segir ađ í einu og öllu hafi veriđ fariđ ađ reglum kínverska menningarmálaráđuneytisins og allt efni sýningarinnar lagt inn til skođunar. Sýningin í Kína vćri nákvćmlega hin sama og fariđ hefđi um heiminn undanfarin tvö ár.

Myndin af Tankman hefur síđan veriđ fjarlćgđ úr myndaröđ sýningarinnar. Hún er hins vegar enn sjáanleg á netinu og ţar má einnig sjá myndskeiđ af Tankman.

Í frétt Le Monde er ţess getiđ ađ ţetta sé ekki í fyrsta sinn sem kínverska ritskođunin lendir í vandrćđum vegna vestrćnna listamanna og vitnađ er í The South China Morning Post. Nokkrum vikum fyrir Ólympíuleikana í Peking áriđ 2008 hafi íslenska söngkonan Björk sem eigi marga ađdáendur í Kína valdiđ uppnámi međal gestgjafa sinna ţegar hún hvatti til sjálfstćđis Tíbets á tónleikum í Shanghai. Hún eigi ekki síđan upp á pallborđiđ í Kína.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orđiđ í afstöđu til ESB-viđrćđna - réttur ţjóđar­innar tryggđur

Ţáttaskil urđu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars ţegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráđherra aftenti formanni ráđherraráđs ESB og viđrćđu­stjóra stćkkunarmála í framkvćmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Ţar segir: „The Government of...

 
Mest lesiđ
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óţarfi ađ rćđa frekar viđ ESB vegna afstöđu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvćr Evrópu­skýrslur styđja sjónarmiđ LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvćmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir ađ í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfrćđi­stofnun HÍ og Alţjóđa­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styđji ţá afstöđu LÍÚ ađ Ísland eigi ađ standa utan ESB. Ţá segir hann óţarfa ađ ganga lengra í viđrćđum viđ ES...

Norđurslóđir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til ađ hlýnun jarđar og sú bráđnun hafíss, sem af henni leiđir geti losađ um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi veriđ hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiđum á Norđurslóđum. Ţetta segja rannsakendur ađ geti gerzt á einum áratug. Međal ţess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er ađ slíkir öskuhaugar séu ađ myndast á Barentshafi.

Ţýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega ţjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harđri gagnrýni fyrir ummćli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­ţingsins ţess efnis ađ Evrópu­sambandiđ vćri ekki „socialunion“ eđa bandalag um félagslega ţjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til ađ Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gćrkvöldi benda til ađ Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­ţingsins sem hófust í gćrmorgun og ađ ţingmönnumhans á Evrópu­ţinginu fćkki um tvo en ţeir hafa veriđ fimm. Ţetta gengur ţvert á spár um uppgang flokka lengst til hćgri í ţeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS