Miđvikudagurinn 8. júlí 2020

Peer Steinbrück fćr hótun - hann hafi greitt fyrir svarta vinnu og eigi ađ draga sig í hlé


7. september 2013 klukkan 15:01

Peer Steinbrück, kanslaraefni ţýskra jafnađarmanna (SPD), hefur borist hótunarbréf ţar sem ţess er krafist ađ hann hverfi frá frambođi eđa upplýst verđi um ólögmćta húshjálp sem hann og eiginkona hans hafi fengiđ.

Gertrud og Peer Steinbrück

Í fjöldablađinu Bild birtist laugardaginn 7. september, tveimur vikum fyrir kjördag í Ţýskalandi, frétt um ađ Steinbrück hafi veriđ hótađ til ađ knýja hann til afsagnar. Nafnlaus bréfritari hótar ađ afhjúpa ađ Steinbrück og kona hans hafi fyrir 14 árum ráđiđ konu frá Filippseyjum til ađ taka til hjá sér ţótt hún dveldist ólöglega í Ţýskalandi og ţau hafi greitt henni undir borđiđ.

Í bréfinu sem er dagsett 30. ágúst er kanslaraefni SPD hvatt til ađ segja af sér fyrir 10. september. Bild segir ađ í bréfinu komi fram ađ verđi Steinbrück ekki viđ ţessari kröfu muni bréfritari opinbera ásakanir sínar.

Rolf Kleine, talsmađur Steinbrücks, stađfestir ađ ţetta sé rétt. Hann segir viđ dpa-fréttastofuna ađ Steinbrück hafi gert lögreglu grein fyrir hótununum föstudaginn 6. september og hún hafi bréfiđ nú undir höndum sem sönnunargagn. Ţá hafi saksóknari og lögregla í Bonn tekiđ til viđ ađ rannsaka máliđ.

Eiginkona frambjóđandans, Gertrud, fékk bréfiđ en í ţví er hún hvött til ađ fá mann sinn til ađ draga sig í hlé af „persónulegum ástćđum“. Bréfritari segir ađ hann hafi frétt í gegnum sambýliskonu sína frá Filippseyjum ađ Steinbrück-hjónin hafi í „takmarkađan tíma“ ráđiđ Filippseying sem dvaldist ólöglega í landinu til ađ gera hreint á heimili ţeirra í Bonn og borgađ undir borđiđ.

„Viđ látum ekki undan hótunum,“ segir Gertrud Steinbrück í Bild og hafnar ásökununum. Hún segir rétt ađ kona frá Filippseyjun hafi unniđ fyrir ţau hjónin í hálft ár 1999. Dóttir hennar hafi veriđ sjónlítil en konan hafi áđur starfađ fyrir móđur frú Steinbrück og hafi hún greitt fyrir vikulega hreingerningu konunnar hjá dóttur sinni og tengdasyni eftir flutning frá Kiel til Bonn.

Ţegar Gertrud vildi sjálf ráđa konuna til starfa var henni sagt ađ mađur konunnar hefđi skömmu áđur misst atvinnuréttindi sín í Ţýskalandi og ţess vegna gćti hún ađeins stundađ svarta vinnu. „Ég sagđi henni ţá ađ ég gćti auđvitađ ekki ráđiđ hana í svarta vinnu,“ segir Gertrud Steinbrück sem gaf konunni 500 ţýsk mörk í kveđjuskyni.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orđiđ í afstöđu til ESB-viđrćđna - réttur ţjóđar­innar tryggđur

Ţáttaskil urđu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars ţegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráđherra aftenti formanni ráđherraráđs ESB og viđrćđu­stjóra stćkkunarmála í framkvćmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Ţar segir: „The Government of...

 
Mest lesiđ
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óţarfi ađ rćđa frekar viđ ESB vegna afstöđu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvćr Evrópu­skýrslur styđja sjónarmiđ LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvćmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir ađ í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfrćđi­stofnun HÍ og Alţjóđa­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styđji ţá afstöđu LÍÚ ađ Ísland eigi ađ standa utan ESB. Ţá segir hann óţarfa ađ ganga lengra í viđrćđum viđ ES...

Norđurslóđir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til ađ hlýnun jarđar og sú bráđnun hafíss, sem af henni leiđir geti losađ um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi veriđ hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiđum á Norđurslóđum. Ţetta segja rannsakendur ađ geti gerzt á einum áratug. Međal ţess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er ađ slíkir öskuhaugar séu ađ myndast á Barentshafi.

Ţýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega ţjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harđri gagnrýni fyrir ummćli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­ţingsins ţess efnis ađ Evrópu­sambandiđ vćri ekki „socialunion“ eđa bandalag um félagslega ţjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til ađ Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gćrkvöldi benda til ađ Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­ţingsins sem hófust í gćrmorgun og ađ ţingmönnumhans á Evrópu­ţinginu fćkki um tvo en ţeir hafa veriđ fimm. Ţetta gengur ţvert á spár um uppgang flokka lengst til hćgri í ţeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS