Nefnd í öldungadeild ítalska þingsins ræðir nú hvort reka eigi Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, brott af þingi eftir að hann var sakfelldur um skattsvik. Stuðningsmenn Berlusconis segja að brottrekstur hans kynni að fella ríkisstjórnin. Mánudaginn 9. september sama dag og 23 manna þingnefndinni hóf störf sín var staðfest í Strassborg að Berlusconi hefði lagt fram kvörtun til Mannréttindadómstóls Evrópu til að fá staðfest að lög heimiluðu ekki að reka hann af þingi.
Árið 2012 tóku ný lög gildi á Ítalíu þar sem segir að þingmaður sem hljóti tveggja ára eða lengri fangelsisdóm skuli útilokaður frá stjórnmálaþátttöku. Stuðningsmenn Berlusconis segja að lögin séu ekki afturvirk og ekki sé að beita þeim vegna afbrota sem voru framin fyrir gildistöku laganna. Berlusconi reisir kvörtun sína til mannréttindadómstólsins á þessu sama grunni. Þeir sem vilja að Berlusconi víki af þingi segja að lögin gildi um alla dóma sem eru felldir eftir gildistöku þeirra.
Talið er að þingnefndin muni ræða málið í nokkrar vikur. Enrico Letta, forsætisráðherra Ítalíu, sagð sunnudaginn 8. september að hann tryði því ekki að flokkur Berlusconis mundi slíta stjórnarsamstarfinu. Ríkisstjórnin var mynduð í apríl 2013 eftir tveggja mánaða stjórnarkreppu. Berlusconi eftir setið á þingi síðan 1994.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.