Helmut Kohl, fyrrverandi Þýskalandskanslari, hefur lýst aðild Grikkja að evru-svæðinu og brotum Þjóðverja sjálfra á fjárlagareglum ESB sem lykilþáttum að baki kreppunni á svæðinu.
Tveimur vikum fyrir kosningar til þýska þingsins hefur vakið undrun innan flokks kristilegra demókrata (CDU/CSU) að Kohl sem hefur setið lengst allra sem kanslari eftir stríð skuli hampa samstarfsflokki kristilegra í ríkisstjórn, Frjálsum demókrötum (FDP).
Sunnudaginn 8. september tók Kohl á móti leiðtoga FDP Philip Rösler og Rainer Brüderle, efsta manni á lista flokksins í heimaborg sinni, Ludwigshafen. Í fylgd þeirra var blaðamaður frá Bild.
Í Bild sagði að Kohl hefði lýst þeirri skoðun að jafnaðamaðurinn Gerhard Schröder sem bolaði honum úr kanslarastólnum árið 1998 eftir 16 ára setu þar hefði búið í haginn fyrir evru-kreppuna.
„Hin ótímabæra aðild Grikkja að evrunni [í tíð Schröders] var álíka röng og að veikja og brjóta stöðugleikasáttmálann,“ sagði Kohl.
Fimm árum áður en Grikkir lentu fyrst í efnahagsvanda tryggði Schröder meiri sveigjanleika í túlkun á ákvæðum stöðugleikasáttmálans vegna evrunnar til að hann hann gæti örvað efnahagslíf Þýskalands þar sem ríkti samdráttur.
Kohl hafnaði ásökunum um að hann ætti einhverja sök á að standa að innleiðingu evrunnar af stjórnmálaástæðum og þar með hefði hann hafnað efnahagslegum varúðarreglum. „Mistök voru gerð, ekki við töku grundvallarákvarðana heldur við framkvæmdina,“ sagði hann.
Kanslarinn fyrrverandi vék einnig gagnrýnisorðum að flokknum Annar kostur fyrir Þýskaland (Alternative für Deutschland, AfD) sem berst gegn evrunni. Kohl sagði: „Evrópuhugsjónin á fullan rétt á sér, ekki er neinn annar kostur, síst af öllu fyrir okkur Þjóðverja.“
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.