Þriðjudagurinn 26. janúar 2021

Danska þingið: Ekki nóg að gert til að tryggja leit og björgun við Grænland - krafist viðbragða varnarmála­ráðuneytisins


14. september 2013 klukkan 14:38

Skoðunarmenn danska ríkisreikningsins (þingmenn) hafa áhyggjur af að danska ríkið hafi ekki í öllum tilvikum gert nægar ráðstafanir til að bregðast við nýjum hættum sem steðja að fólki og umhverfi vegna aukinna siglinga í lögsögu Grænlands.

Danska eftirlitsskipið Knud Rasmussen er sérhannað til siglinga við Grænland.

Þetta kemur fram í álitsgerð skoðunarmannanna sem var birt miðvikudaginn 11. september þar sem fjallað er um verkefni Dana varðandi leit, björgun, öryggi skipa og ummhverfisvernd á yfirráðasvæði danska ríkjasambandsins á norðurslóðum – Færeyjum og Grænlandi.

Í skýrslunni er minnt á að erfitt veðurfar á norðurslóðum geri sérstakar kröfur til þeirra sem þar starfa og siglingar hafi aukist á þessum slóðum undanfarin ár vegna minni íss. Fjölgun skemmtiferðaskipa og skipaferða vegna olíuleitar, hafrannsókna auk annarra viðfangsefna auki hættu á slysum og mengun frá skipum, til dæmis með olíulosun.

Skoðunarmennirnir telja nauðsynlegt að auka samhæfingu og ákvarða skil verkefna og ábyrgðar á milli dómsmálaráðuneytisins og varnarmálaráðuneytisins að því er varðar leit og björgun. Þeir telja að framlag dönsku herstjórnarinnar við eftirlit á hafinu og með mengun í sjó við Grænland hafi verið of lítið. Eftirlit með ferðum skipa með mengandi efni sé ekki nægilegt. Herstjórnin hafi ekki lagt mat á hættuna af mengun í norðurhöfum og hún hafi ekki séð til þess að mennta fólk til að sinna verkefnum á þessum sviðum.

Lagt er til við varnarmálaráðuneytið að gerðar verði ráðstafanir til að auka forvarnarstarf á þessu sviði. Þá verði þess gætt að sá tækjabúnaður sem er til í Danmörku til að takast á við leit, björgun og mengun í sjó dugi til að nota á heimskautasvæðum.

Varnarmálaráðherrann hefur fjóra mánuði til að bregðast við ábendingum skoðunarmannanna en hann hefur þegar sagt við fjölmiðla að unnið sé að endurbótum á þeim sviðum sem nefnd eru í skýrslu þeirra.

Danska forsætisráðuneytið hefur komið á fót starfshópi til að vinna að frekari afmörkun verkefna milli lögreglunnar á Grænlandi og danska hersins við leit og björgun. Þar er bæði hugað að landfræðilegri ábyrgð og einnig ábyrgð eftir því hvers eðlis atvik eru hverju sinni..

Í skýrslu sem varnarmálaráðuneytið gaf út í janúar 2013 segir að ekki sé unnt að nýta tækjabúnað vegna leitar og björgunar sem er í Danmörku við aðgerðir í nágrenni Grænlands, það taki of langan tíma að flytja hann á vettvang auk þess sem hann sé ekki ætlaður til nota við heimskautaaðstæður. Varnarmálaráðuneytið hefur ekki tekið ákvörðun um hvernig brugðist skuli við þessum vanda.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS