Skoðunarmenn danska ríkisreikningsins (þingmenn) hafa áhyggjur af að danska ríkið hafi ekki í öllum tilvikum gert nægar ráðstafanir til að bregðast við nýjum hættum sem steðja að fólki og umhverfi vegna aukinna siglinga í lögsögu Grænlands.
Þetta kemur fram í álitsgerð skoðunarmannanna sem var birt miðvikudaginn 11. september þar sem fjallað er um verkefni Dana varðandi leit, björgun, öryggi skipa og ummhverfisvernd á yfirráðasvæði danska ríkjasambandsins á norðurslóðum – Færeyjum og Grænlandi.
Í skýrslunni er minnt á að erfitt veðurfar á norðurslóðum geri sérstakar kröfur til þeirra sem þar starfa og siglingar hafi aukist á þessum slóðum undanfarin ár vegna minni íss. Fjölgun skemmtiferðaskipa og skipaferða vegna olíuleitar, hafrannsókna auk annarra viðfangsefna auki hættu á slysum og mengun frá skipum, til dæmis með olíulosun.
Skoðunarmennirnir telja nauðsynlegt að auka samhæfingu og ákvarða skil verkefna og ábyrgðar á milli dómsmálaráðuneytisins og varnarmálaráðuneytisins að því er varðar leit og björgun. Þeir telja að framlag dönsku herstjórnarinnar við eftirlit á hafinu og með mengun í sjó við Grænland hafi verið of lítið. Eftirlit með ferðum skipa með mengandi efni sé ekki nægilegt. Herstjórnin hafi ekki lagt mat á hættuna af mengun í norðurhöfum og hún hafi ekki séð til þess að mennta fólk til að sinna verkefnum á þessum sviðum.
Lagt er til við varnarmálaráðuneytið að gerðar verði ráðstafanir til að auka forvarnarstarf á þessu sviði. Þá verði þess gætt að sá tækjabúnaður sem er til í Danmörku til að takast á við leit, björgun og mengun í sjó dugi til að nota á heimskautasvæðum.
Varnarmálaráðherrann hefur fjóra mánuði til að bregðast við ábendingum skoðunarmannanna en hann hefur þegar sagt við fjölmiðla að unnið sé að endurbótum á þeim sviðum sem nefnd eru í skýrslu þeirra.
Danska forsætisráðuneytið hefur komið á fót starfshópi til að vinna að frekari afmörkun verkefna milli lögreglunnar á Grænlandi og danska hersins við leit og björgun. Þar er bæði hugað að landfræðilegri ábyrgð og einnig ábyrgð eftir því hvers eðlis atvik eru hverju sinni..
Í skýrslu sem varnarmálaráðuneytið gaf út í janúar 2013 segir að ekki sé unnt að nýta tækjabúnað vegna leitar og björgunar sem er í Danmörku við aðgerðir í nágrenni Grænlands, það taki of langan tíma að flytja hann á vettvang auk þess sem hann sé ekki ætlaður til nota við heimskautaaðstæður. Varnarmálaráðuneytið hefur ekki tekið ákvörðun um hvernig brugðist skuli við þessum vanda.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.