Kosið verður til þings í Bæjaralandi í Þýskalandi sunnudaginn 15. september. Stefnir allt í að kristilegir sósíalistar (CSU) systurflokkur kristilegra demókrata (CDU) muni ná sér á strik eftir áfall árið 2008 og vinna góðan sigur.
Horst Seehofer forsætisráðherra „fríríkisins“ Bæjaralands virðist stefna að glæsilegu endurkjöri. „Allt gengur Þýskalandi í haginn. Í Bæjaralandi höfum við það þó enn betra,“ sagði hann sunnudaginn 8. september á kosningafundi í Düsseldorf þar sem hann flutti ræðu með Angelu Merkel kanslara.
Atvinnuleysi er 3,4% í Bæjaralandi, hið minnsta í Þýskalandi. Íbúar þar eru 12,4 milljónir og kalla má sambandslandið síðasta vígi kristilegra í gamla Vestur-Þýskalandi. Fram til ársins 2009 hafði CSU haft hreinan meirihluta í Bæjaralandi í meira en 50 ár.
Þegar flokkurinn hlaut ekki „nema“ 43% í kosningunum árið 2008 var litið á úrslitin sem mesta ósigur hans til þess tíma. Horst Seehofer tók þá við forystu í flokknum og er hann nú gjarnan kallaður „konungur Bæjaralands“. Undir forystu hans hefur flokkurinn náð sér á strik að nýju og mælist nú með 47 og 48% fylgi sem mundi tryggja honum meirihluta sæta á þinginu í München.
Christian Ude er helsti andstæðingur Seehofers og mælist fylgi hans 20%. Blaðamaður Le Monde segir að Ude glími við tvíþættan vanda: hann sé jafnaðarmaður og vinsæll borgarstjóri í München, borginni sem bændur í Bæjaralandi njóti að fyrirlíta.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.