Laugardagurinn 7. desember 2019

ASÍ, SA og Viðskiptaráð vilja úttekt á stöðunni í ESB-viðræðunum - bjóða ríkis­stjórninni samstarf - vilja ljúka aðildarviðræðunum


26. september 2013 klukkan 10:16

Forsætisráðherra Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni hefur borist bréf frá Alþýðusambandi Íslands (ASÍ), Samtökum atvinnulífisins (SA) og Viðskiptaráði. Bréfið er dagsett 24. september 2013 og ber fyrirsögnina: Úttekt á aðildarviðræðum við Evrópusambandið, þróun ESB og valkostum í efnahagsmálum. Ráðherranum er tilkynnt að þessi samtök hafi „ákveðið að standa fyrir úttekt eins og heiti“ bréfsins beri með sér. Þá er áréttað samtökin telji öll æskilegt að aðildarviðræðum við ESB verði lokið og að besti fáanlegi samningur um aðild verði borin upp í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Í bréfinu er vísað til þess að ríkisstjórnin hafi ákveðið að gera hlé á ESB-viðræðunum og þess vegna telji samtökin mikilvægt „að lagt verði mat á stöðu aðildarviðræðna við ESB og hvaða áhrif hléð hafi á framvindu viðræðna“.

Samtökin óska eftir samstarfi við stjórnvöld við gerð úttektarinnar og vísa í stefnuyfirlýsingu stjórnarflokkanna og þess að utanríkisráðherra hafi skýrt frá viðræðum við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands um úttekt á vegum stjórnvalda á aðildarviðræðunum við ESB. Lýst er því mati samtakanna að „þessar tvær úttektir geti vel farið saman“.

Í lok bréfsins segir:

„Telji stjórnvöld ekki ávinning af slíku samstarfi munu samtökin engu að síður standa fyrir úttekt á þessum málum. Hlutlæg og greinargóð úttekt af þessu tagi er lykilforsenda þess að hægt sé að meta hvaða valkostir séu best til fallnir að tryggja samkeppnishæfni atvinnulífsins til lengri tíma og um leið skapa best lífskjör heimilanna í landinu.“

Bréfinu fylgir minnisblað (1,5 blaðsíða) þar kemur fram að mikilvægt sé að átta sig á „með hvaða hætti þær [aðildarviðræður] yrðu teknar upp að nýju ef vilji stæði til þess“ eftir hléð sem nú er orðið. Nauðsynlegt sé „að lagt verði hlutlægt mat á stöðu aðildarviðræðnanna áður en frekari ákvarðanir vcrði teknar um næstu skref“. Varpa beri ljósi á þróun ESB frá 2009.

„Sérstakri athygli verði beint að gjaldmiðilssamstarfinu og þróun þess í ljósi efnahagsörðugleika undanfarinna ára,“ segir í minnisblaðinu. „Loks verði lagt mat á stöðu EES-samningsins og möguleikum [svo] og takmörkunum [svo] sem í honum felast. Svarað verði spurningum eins og þeirri hvort aðildarviðræðum verði haldið áfram á þeim stað sem frá var horfið eða hvort taka þurfi upp að nýju mál sem þegar hefur verið lokið.“

Þá segir:

„Liður í úttektinni verði einnig að kanna kosti og galla þeirra leiða sem koma til greina til að tryggja hér á landi til langframa stöðugleika í gengis- og peningamálum, verðlagi, og festu í stjórn efnahagsmála og um leið hvernig unnt sé að skapa umgjörð fyrir öflugt atvinnulíf og búa heimilinum lífskjör í fremstu röð.“

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS