Sunnudagurinn 7. mars 2021

Sjálfstæði Skotlands: For­stjóri Opec segir það óhugsandi - tekjur af Norðursjávar­olíu hverfi


7. október 2013 klukkan 11:31

Abdalla Salem el-Badri, framkvæmdastjóri OPEC, samtaka olíuframleiðsluríkja, segir í samtali við The Daily Telegraph (DT) mánudaginn 7. október að hann telji sjálfstæði Skotlands óhugsandi. Hann hafnar þeirri skoðun Alex Salmonds, forsætisráðherra Skotlands, að Skotar geti skapað sér efnahagslegt sjálfstæði í krafti Norðursjávarolíu. DT lýsir yfirlýsingunni sem „alvarlegu höggi“ á Salmond.

Abdalla Salem el-Badri

Tekið er fram að þessari skoðun haldi el-Badri fram í eigin nafni en ekki 12 aðildarríkja OPEC-samtakanna. Hann segir að Skotar eigi að halda ríkjasambandinu við Englendinga og bendir á að flestar olíulindir í Norðursjó séu „uppþornaðar“.

Hann hafnar hugmyndum um að stjórnin í Edinborg tengist Opec sem fer með stjórn þriðjungs af olíuframleiðslu heims. Með því að tengjast Opec mundi fjárhagur sjálfstæðs Skotlands ráðast af ákvörðun hóps þar sem enginn fulltrúi Skota kæmi við sögu segir DT.

Með því að eiga afkomu sína undir olíu yrðu Skotar háðir ákvörðunum Opec um framleiðslu, þær eru teknar á fundum samtakanna í Vínarborg.

Um 16% af skatttekjum sjálfstæðs Skotlands kynnu að koma frá olíuvinnslu í Norðursjó. DT vitnar í skýrslu frá John Swinney, fjármálaráðherra Skotlands, sem hefur verið lekið til fjölmiðla. Þar er bent á að þessar tekjur myndu sveiflast og það kynni að leiða til „verulegrar óvissu“ fyrir fjárhag Skotlands. DT segir að ákvarðanir Opec um olíuverð geti haft dramatísk áhrif á störf og fjárfestingu í Norðursjó og miðstöð olívinnslunnar í Aberdeen þótt bresk fyrirtæki á sviði olíu- og gasvinnslu hafi ekki nein bein tengsl við samtökin.

Minnt er á að Alex Salmond hafi bent á Norðursjávarolíu sem hornstein efnahags sjálfstæðs Skotlands. Hann hafi meira að segja sagt Skotum að enn sé unnt að vinna þar olíu úr sjó sem svari til 300.000 punda (tæpar 60 milljónir ISK) á hvert mannsbarn í Skotlandi.

Í viðtalinu við DT segir el-Badri: „Persónulega sé ekki hvernig England getur staðið án Skotlands og Skotland án Englands. Við ólumst upp við þessa stöðu, við Sameinaða konungdæmið (UK), ekki við Skotland og England.“

Hann segir að þjóðaratkvæðagreiðslan um sjálfstæði Skotlands á næsta ári „snerti ekkert Opec“ en veltir fyrir sér hve lengi verði unnt að vinna olíu í Norðursjó: „Flestar olíulindirnar eru nú uppþornaðar,“ segir hann.

Alex Salmond reisir tölur sínar um olíutekjur Skota á því að olíufatið verið selt á 150 dollara en aðrir spá því að verðið verði 93 dollarar á tunnu 2017/18.

Í viðtalinu við DT segir el-Badri að óhjákvæmilegt sé að halda verðinu í 100 dollurum eða meira á tunnu til að vinnsla standi undir sér og skili nægum arði.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS