Sunnudagurinn 7. mars 2021

Nýr stjórnar­sáttmáli kynntur í Noregi - Framfara­flokkurinn í fyrsta sinn í ríkis­stjórn í 40 ár


7. október 2013 klukkan 21:44

Erna Solberg, formaður Hægriflokksins, og Siv Jensen, formaður Framfaraflokksins, kynntu stefnuyfirlýsingu nýrrar tveggja flokka ríkisstjórnar í Noregi að kvöldi mánudags 7. október. Nú er ljóst að Framfaraflokkurinn á í fyrsta sinn aðild að ríkisstjórn í 40 ára sögu sinni.

Siv Jensen og Erna Solberg

„Fyrir 40 árum stofnaði Anders Lange til fjöldahreyfingar í því skyni að knýja fram verulega skattalækkun, minni ríkisútgjöld og minni ríkisafskipti. Nú í dag get ég staðfest að Framfaraflokkurinn fer með sál sína og gildismat inn í ríkisstjórn,“ sagði Siv Jensen klökkum rómi á blaðamannafundi við kynningu á sameiginlegri stefnu flokkanna.

Hún sagði að miðstjórn og landstjórn flokksins hefðu einróma lýst stuðningi við stjórnarsáttmálann.

Erna Solberg, verðandi forsætisráðherra, sagði að það hefði ekki verið erfiðast að finna jafnvægi á milli Hægri og Framfaraflokksins heldur að finna bestu lausnir fyrir Norðmenn á komandi árum.

Stjórnarsáttmálinn er 75 blaðsíður og kenndur við Sundvolden þar sem frá honum var gengið að lokum. Lögð er áhersla á átta höfuðatriði og vakti athygli að loftslagsmál eru ekki meðal þeirra en um þau er hins vegar sérstakur kafli í sáttmálanum.

Meðal þess sem fjölmiðlar nefna úr sáttmálanum er að skipting Noregs í heilsugæslusvæði er afnumin og lögð áhersla á umhyggju aldraðra. Ekki er útilokað að lögregla verði vopnuð og áhersla verður aukin á tímabundnar ráðningar í opinber störf.

Stofnað verður til sérstakrar deildar innan olíusjóðsins til að festa fé í sjálfbærum fyrirtækjum og verkefnum í fátækum löndum.

Kannað verður að banna hjónabönd systkinabarna, koma á fót hraðdómstólum og heimila að verslanir verði opnar á sunnudögum.

Ábúðarskylda á jörðum verður afnumin og unnið að því að draga úr styrkjum til landbúnaðar.

Lengja afgreiðslutíma vínbúða svo að hann samræmist þeim tíma sem heimilt er að selja bjór í verslunum.

Ekki verður hróflað við meginreglunni sem hefur gilt um ráðstöfun á tekjum af olíuvinnslu en óljóst er hve stórum hluta af tekjunum ríkisstjórnin ætlar að nýta við fjárlagagerð. Það mun að sögn Ernu Solberg ráðast af efnahagsástandinu.

Ætlunin er að afnema eignarskatt í því skyni að „efla norska samkeppnisstöðu og tryggja atvinnu“. Erna Solberg segir að Norðmenn eigi að búa við skattkerfi sem hvetji fólk til vinnu. Hún lagði einnig mikla áherslu á gildi góðrar menntunar. Háskólar landsins verði í „heimsklassa“ um leið og stuðningur við rannsóknir sé aukinn.

Þá er lögð áhersla á nýskipan við vegagerð til að hraða framkvæmdum. Komið verður á fót nýju fyrirtæki með ríkisábyrgð til að vinna að vegaframkvæmdum. Ætlunin er að nýta meira fé og minni tíma en núna til að framkvæma.

Í innflytjendamálum verða settar strangari reglur um sameiningu fjölskyldna og komið verður á fót lokuðum móttökustöðum fyrir hælisleitendur. Þá verður afgreiðslutími á hælisumsóknum styttur.

Ríkisstjórnin ætlar að draga úr ríkisaðstoð við fjölmiðla og lögð verður fram skýrsla á stórþinginu til að undirbúa umræður um afnotagjaldið til norska ríkisútvarpsins, NRK. Lögð er áhersla á að fylgt verði fjölmiðlastefnu sem ýti undir nýsköpun.

NRK á að auka flutning efnis sem unnið er af öðrum. Þá verður séð til þess að NRK beiti ekki fjárhagslegum styrk sínum til að grafa undan starfsgrundvelli annarra stofnana.

Ekki verður fallið frá innheimtu vegatolla en uppsetningu á nýjum hraðamyndavélum verður frestað. Lögð verður áhersla á gerð nýrra hraðbrauta með 130 km hámarkshraða en á öruggustu hraðbrautum sem nú eru notkun verður hámarkshraði hækkaður í 110 km.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS