Hin nýja ríkisstjórn Hægriflokksins og Framfaraflokksins í Noregi mun fylgja „sóknarstefnu á norðurslóðum“ eins og segir í stjórnarsáttmálanum sem birtur var mánudaginn 7. október. Væntanlegir stjórnarflokkar segja að hvergi hafi Norðmenn mikilvægari hagsmuna að gæta í utanríkismálum en á norðurslóðum. Flokkarnir ætla að tryggja varðstöðu um norska hagsmuni og gæslu fullveldisréttar Noregs en jafnframt leggja áherslu á gott samstarf innan Norðurskautsráðsins og við nágrannaríki og eru Færeyjar, Ísland og Grænland sérstaklega nefnd í því samhengi.
Norðurslóðastefna ríkisstjórnarinnar tekur annars vegar mið af þróuninni í Norður-Íshafi vegna hlýnunar jarðar og bráðnunar íss og hins vegar af nauðsyn þess að tryggja byggð í Norður-Noregi.
Þegar hugað er að olíuvinnslu og siglingum á norðurslóðum er lögð áhersla á umhverfisvernd og mengunarvarnir auk þess sem vel sé staðið að aðgerðum til að tryggja leitar- og björgunarþjónustu. Þá sé ráðist í gerð mannvirkja sem geti þjónað auknum umsvifum vegna auðlindanýtingar.
Minnt er á að á síðustu áratugum hafi norðurskautið, Norður-Íshafið og strandhéruð þess þróast frá því að vera hluti af spennusvæði vegna öryggishagsmuna til þess að vera miðstöð uppbyggingar vegna orku og atvinnulífs. Svæðið skipti Noreg mjög miklu bæði í öryggismálum og efnahagsmálum.
Tekið er fram að Norðmenn verði einnig að huga að hernaðarlegum þætti og getu sinni á því sviði við gæslu hagsmuna sinna á norðurslóðum. Stjórnarflokkarnir ætla að sjá til þess að norski herinn búi yfir nægilegri þekkingu til að hafa heildarsýn yfir stöðu mála á norðurslóðum og auk þess getu til að láta að sér kveða verði það talið nauðsynlegt.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.