Schmidt forsætisráðherra sat í fyrsta sinn fyrir svörum þegar formenn annarra flokka lögðu fyrir hana óundirbúnar fyrirspurnir. Þingmenn frá Grænlandi og Færeyjum hafa lýst óánægju með að geta ekki spurt forsætisráðherrann.
Reglurnar um fyrirspurnatímann eru þær að hver flokksleiðtogi fær tvær mínútur til að leggja spurningu fyrir forsætisráðherrann sem síðan fær tvær mínútur til að svara. Þá fær fyrirspyrjandi orðið tvisvar aftur í eina mínútu hvort skipti og ráðherrann svarar á jafnstuttum tíma. Formaður stærsta stjórnarandstöðuflokksins fær tvöfaldan ræðutíma.
Þingmenn frá Færeyjum og Grænlandi gagnrýna þessi fundarsköp. Þeir koma úr fjórum ólíkum flokkum og enginn þeirra er flokksformaður. Þeim er því gert ókleift að leggja spurningar fyrir forsætisráðherrann.
Johan Lund Olsen frá Grænlandi segir við útvarpið þar að sér þyki miður að hafa ekki fengið tækifæri til að leggja spurningu fyrir forsætisráðherrann. Hann hefði viljað vita hvaða skoðun ráðherrann hefði á 182 blaðsíðna dansk-grænlenskri skýrslu um úran. Þetta væri nauðsynlegt að vita meðal annars vegna þess að taki grænlenska þingið ákvörðun um að aflétta banni á útflutningi á úrani verði danska ríkjasambandið úran-útflytjandi.
Sjurdur Skaale, þingmaður frá Færeyjum, er einnig óánægður. Hann hefði gjarnan viljað fá að vita um afstöðu forsætisráðherrans til síldarstríðsins milli Færeyja og ESB.
Lars Barfoed, formaður danska Íhaldsflokksins, er ekki heldur að öllu leyti sáttur við hinar nýju reglur um spurningatímann. Þar sé vissulega um spennandi tilraun að ræða en hún sé ekki mjög lýðræðisleg með því að útiloka Færeyinga og Grænlendinga. Hann er einnig óhress með að Lars Løkke Rasmussen, formaður Venstre, stærsta stjórnarandstöðuflokksins, fær tvöfaldan ræðutíma miðað við formenn hinna flokkanna.
„Það er í andstöðu við anda stjórnarskrárinnar þar sem gert er ráð fyrir að allir þingmenn njóti sömu réttinda,“ segir Barfoed og forystumenn Liberal Alliance og Enhedslisten taka undir með honum.
Heimild: Útvarp Grænland
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.