Evrópusambandið stefnir að því að koma á fót hátækni-eftirlitskerfi á Miðjarðarhafi eftir sjóslysið mikla við Lampedusa fimmtudaginn 3. október. Á vefsíðunni SpiegelOnline segir föstudaginn 11. október að ætlunin sé að nota dróna, njósnabúnað, þar á meðal á baujum úti fyrir ströndum landa, auk gervitungla til að fylgjast með ferðum á hafinu. Öllum upplýsingum verði beint í eina miðstöð og auk þess upplýsingum frá einstökum ríkjum. Þetta verði allt gert undir stjórn Frontex, landamærastofnunar Evrópu.
Kerfið er kallað Eurosur og er ætlunin að það verði tekið í notkun í desember. Markmiðið er að fækka ólöglegum ferðum yfir landamærin inn í Evrópu, en um tveir þriðju þeirra sem laumast yfir landamærin inn í ESB koma sjóleiðis.
Á SpiegelOnline segir að hvað sem líði ummælum evrópskra stjórnmála um skilning á aðstöðu flóttamannas sé björgun þeirra ekki yfirlýst verkefni Eurosur. Það verði hins vegar tæki sem aðildarríkin geti notað „til að bæta stöðumat og viðbragðsafl þegar unnið er að því að leita að og koma í veg óreglulega komu fólks og glæpastarfsemi yfir landamæri auk þess að vernda og bjarga innflytjendum við ytri landamærin…“ Hvergi sé nefnt hvernig staðið skuli að björgunarstörfunum.
Áætlun gerir ráð fyrir að það kosti 244 milljónir evrur að koma Eurosur af stað en Spiegel vitnar í Heinrich Böll-stofnunina sem telur að kerfið muni kosta 874 milljón evrur og segir að ekki hafi farið fram neitt tæknilegt áhættumat á nýja kerfinu.
Margir hafa þó meiri áhyggjur af að upplýsingar sem aflað verði með drónum um flóttamenn berist til stjórnvalda í Alsír og Líbíu. Gert er ráð fyrir tvíhliða samningum við ríkisstjórnir þessara landa. Það kynni að gera þeim kleift að hafa hendur í hári flóttamannanna áður en þeir komast að landamærum Evrópu. Stjórnvöld í Alsír og Líbíu hafa oft sætt gagnrýni mannréttindasamtaka fyrir meðferð þeirra á flóttamönnum.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.