Fimmtudagurinn 25. febrúar 2021

Le Monde: Stefan Füle gengur á eggjum - efasemdir um réttmæti þess að stækka ESB meira í bili


17. október 2013 klukkan 14:08

Ríkin á Balkanskaga auk Tyrklands leggja áherslu á að komast inn í Evrópusambandið. Stækkunardeild sambandsins birti árlega skýrslu sína um framgang stækkunarmála miðvikudaginn 16. október í Brussel. Philippe Ricard, fréttamaður Le Monde, segir fr´að skýrslunni í blaðinu sem kom út um hádegi fimmtudaginn 17. október. Hér birtist frásögn hans í lauslegri þýðingu – athygli vekur að hann minnist ekki einu orði á að Íslendinga hafi gert hlé á umsóknarferli sínu og aðlögun.

Stækkunarsvæði ESB

„Ṥtefan Füle gengur á eggjum. Stækkunarstjóri ESB kynnti í Brussel miðvikudaginn 16. október framgang og tafir að því er varðar þau ríki sem berja á dyr Evrópusambandsins. Spenna er nú meiri vegna þessarar árlegu skýrslugjafar en áður.

Þegar sjö mánuðir eru þar til kosið verður til ESB-þingsins, eftir fjögur tilvistarkreppuár ESB og evru-svæðisins er „stækkunarþreytan“ meira áberandi en nokkru sinni fyrr meðal aðildarríkjanna, bæði meðal almennings og forystumanna. „Allir hafa efasemdir og telja að það séu önnur brýnni mál sem þurfi að sinna innan dyra áður en tekið er á móti enn fleiri aðildarríkjum,“ viðurkennir háttsettur stjórnarerindreki.

Til að komast hjá því að allt sigli í strand reynir Ṥtefan Füle, sjálfur frá Tékklandi, að mjaka hlutum áfram litlum skrefum með því að fylgjast með framgangi mála í hverju umsóknarríki og undir ströngu eftirliti aðildarríkjanna. „Ríkin fylgjast með öllu ferlinu,“ sagði hann, „við leitumst við að læra af reynslunni.“ Stækkunarstjórinn vill að í viðræðum við fulltrúa Tyrkja og Balkanríkjanna sé eins fljótt og unnt er tekið til við að ræða kafla sem fjalla um dóms- og mannréttindamál í því skyni að laga umsóknarríkin sem fyrst að grunnreglum réttarríkisins.

Þessi áhersla endurspeglar reynsluna af aðild Rúmena og Búlgara árið 2007, tveggja brothættra ríkja þar sem spilling er landlæg. Brenndir af strandi Grikklands vilja Brusselmenn einnig leggja áherslu á „góða efnahagsstjórn“ til að koma í veg fyrir aðild ríkis sem kynni að ógna stöðugleika Evrópusambandsins.

Stækkunarstjórinn hvatti til þess að opnaður yrði nýr kafli í viðræðunum við Tyrki, það er um byggðamál. Það var stefnt að því að þetta gerðist í sumarbyrjun en öllum viðræðum við Tyrki var slegið á frest vegna mótmælanna á Taksim-torgi sem ríkisstjórn Erdogans braut á bak aftur með hörku.

Tveimur mánuðum síðar harmar stækkunarstjórinn enn „of mikla valdbeitingu“ lögreglunnar. Hann leggur áherslu á „ofurþörf fyrir þróun í átt til sannrar lýðræðislegrar þátttöku“ og „að tryggð sé virðing fyrir grundvallarréttindum“. Ṥtefan Füle telur þó að öllu athugðu betra að „rækta tengsl en slíta þeim“ við mikilvægt samstarfsríki.

Stækkunarstjórinn fagnar umbótum „í lýðræðisátt“ af hálfu ríkisstjórnar hófsamra múslíma. Hann vill hins vegar ekki staðfesta nýja dagsetningu (5. nóvember) og slá því föstu að þá verði opnaður nýr kafli í viðræðunum eftir þriggja ára hlé. Í hans augum „er það aðildarríkjanna að ákveða það“.

Viðvörun til Balkanumsækjenda.

Hann sýnir sömu varkárni gagnvart Balkanríkjunum. Eftir aðild Króatíu í júlí gefur framkvæmdastjórnin til kynna að Albanía fái stöðu umsóknarríkis, í desember ef unnt er, þótt skiptar skoðanir séu um það í höfuðborgum aðildarríkjanna. Til að draga úr efasemdum aðilanna 28 hvetur framkvæmdastjórnin stjórnvöld í Tirana til að grípa til aðgerða „gegn skipulagðri glæpastarfsemi og spillingu“.

Hún ætlar einnig að hefja aðlögunarviðræður við fulltrúa Serbíu, hugsanlega í janúar 2014, svo framarlega sem ríkisstjórn landsins leggi sig fram um „skoðanaskipti“ við stjórnendur Kosovo sem áður var hérað í Serbíu.

Þegar kemur að öðrum umsóknarríkjum á Balkanskaga, Svartfjallandi, Makedóníu, Bosníu-Herzegóvínu og Kosovo, er þeim send ákveðin viðvörun: „Stækkun ESB stuðlar að stöðugleika á Balkanskaga en af henni verður ekki nema bærileg sátt ríki milli umsækjenda, tuttugu árum eftir að Júgóslavía splundraðist,“ segir háttsettur embættismaður hjá leiðtogaráði ESB.“

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS