Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir í yfirlýsingu sem hann birti fimmtudaginn 17. október á vefsíðu sinni að úttektarskýrsla um stöðu samskipta Íslands og ESB verði ekki birt fyrr en á nýju ári. Til þessa hefur ráðherrann sagt að úttektin mundi liggja fyrir í haust. Í yfirlýsingunni kemur ekki fram hver vinnur að úttektinni en ráðherrann sagði fyrir nokkru að hann hefði rætt við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands um að hún tæki hana að sér.
Yfirlýsingu sína gaf utanríkisráðherra til að mótmæla þeim ummælum Stefans Füles, stækkunarstjóra ESB, miðvikudaginn 16. október að ESB hefði ekki verið „langt frá því að leggja fyrir Íslendinga samning sem hefði tekið tillit til sérstöðu Íslands“. Telur utanríkisráðherra í þessum orðum sé „farið heldur frjálslega með“, það er að meira sé sagt en rétt sé.
Til þessa hafa ráðamenn Íslands og ESB verið samstiga í yfirlýsingum sínum um tengsl Íslands og ESB eftir að ríkisstjórn Íslands ákvað að gera hlé á aðildarviðræðunum. Með yfirlýsingu sinni segir utanríkisráðherra að af hálfu stækkunarstjóra ESB sé dregin röng mynd af stöðu viðræðnanna þegar þeim var hætt.
Hér er yfirlýsing Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra í heild:
„Í tilefni af því að framkvæmdastjórn ESB gaf í gær út skýrslur sínar um einstök ríki sem eru í aðildarferli að ESB lýsti stækkunarstjóri ESB því mati sínu að “…við höfum ekki verið það langt frá því að leggja fyrir Íslendinga samning sem hefði tekið tillit til sérstöðu Íslands en um leið grundvallarreglna Evrópusambandsins og allra reglna leiksins.„
Hér er farið heldur frjálslega með. Staðreynd málsins er sú að öll stærstu málin í þessum viðræðum stóðu enn út af þegar hlé var gert á þeim. Þrátt fyrir að margir samningskaflar höfðu verið opnaðir og um þriðjungi lokað, þá fær það ekki staðist að stutt hafi verið í samningsniðurstöðu þegar kaflar um sjávarútveg og landbúnað höfðu ekki verið opnaðir svo ekki sé minnst á þá staðreynd að ESB hafði ekki einu sinni afgreitt sína eigin rýniskýrslu um sjávarúvegskaflann.
Þessi fullyrðing stækkunarstjórans sýnir að það er brýnt að réttar upplýsingar um stöðu viðræðnanna við ESB séu á borðinu. Þess vegna mun sá þáttur einmitt verða hluti af þeirri úttekt sem ég mun kynna fljótlega á nýju ári.“
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.