Fimmtudagurinn 25. febrúar 2021

Makríldeilan: Írski sjávar­útvegs­ráðherrann leggst gegn hugmyndum Damanaki um 12% aflahlut­deild til Íslendinga


17. október 2013 klukkan 21:29

Simone Coveney, sjávarútvegsráðherra Írlands, leggst gegn áformum framkvæmdastjórnar ESB um að friðmælast við Íslendinga og Færeyinga í hinni langvinnu deilu um makríl í Norðaustur-Atlantshafi segir í The Irish Times fimmtudaginn 17. október.

Simon Coveney

Bent er á að þremur mánuðum eftir að Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB, hafi samþykkt að grípa til refsiaðgerða gegn Íslendingum og Færeyingum vegna makrílmálsins vilji framkvæmdastjórn ESB komast að málamiðlun til að ljúka deilunni. Hún hafi lagt til að Íslendingar og Færeyingar fái hvor um sig að veiða nærri 12% af stofninum – þessu hafi Pat the Cope Gallagher, ESB-þingmaður Fianna Fail, lýst sem „algjöru hneyksli“.

Þessi tillaga hafi verið kynnt eftir að vísindamenn hafi staðfest að hinn arðsami stofn sé nógu sterkur til að réttlæta 62% leyfilegs heildarafla á árinu 2014.

The Irish Times segir að Simon Coveney hafi á fundi sjávarútvegsráðherra ESB í Lúxemborg fimmtudaginn 17. október lagt fram tillögu um skilyrt kerfi við útdeilingu á afla miðað við stofnstærð.

Írska sjómannasambandið (FIF) segir að tillaga framkvæmdastjórnar ESB feli í sér að Íslendingar og Færeyingar séu verðlaunaðir fyrir „óábyrga“ framkomu eftir að hafa ákveðið aflakvóta sinn einhliða og aukið aflahlut sinn úr fimm í 52% á fáeinum árum. FIF telur að framkvæmdastjórnin „grafi undan“ 125 milljóna evra makríliðnaði á Írlandi með tillögu sinni.

Í The Irish Times segir að í næstu viku komi fulltrúar ESB, Noregs, Íslands og Færeyja saman í London til að ræða um skiptingu makrílkvótans á næsta ári. Bretar sem flytji inn umtalsvert magn af frystum fiski frá Íslandi séu tregir til að grípa til nokkurra aðgerða sem hafi áhrif á þau viðskipti.

Um hádegisbil fimmtudaginn 17. október hafi Coveney sagt að hann hafi á einkafundi með Mariu Damanaki fært rök fyrir samningi sem gerði ráð fyrir „sanngjarnri skiptingu“ og „lagst eindregið gegn því að verðlauna Íslendinga og Færeyinga fyrir óviðunandi og óábyrga framkomu vegna hins sameiginlega makrílstofns á undanförnum árum“.

Ráðherrann sagðist einnig hafa hitt lykilráðherra frá örðum löndum þar á meðal Spáni, Bretlandi og skoska sjávarútvegsráðherrann Richard Lochhead til að afla stuðnings við sjónarmið Íra.

„Ég gerði lykilmönnum grein fyrir því sem ég tel að eigi að leggja til grundvallar við gerð hvers kyns samnings við Ísland,“ sagði Coveney. „Norðmenn verða að samþykkja tilboð sem gert er Íslendingum í því skyni að jafna byrðum á alla. Íslendingar eiga alls ekki að fá veiðiheimild innan lögsögu ESB,“ sagði hann og bætti við:

„Ég lagði höfuðáherslu á að í samningi sem veitti Íslendingum heimild til sanngjarns og réttlætanlegs afla yrði að gæta hagsmuna aðildarríkja ESB eins og Írlands þar sem menn hafa treyst á þessar veiðar í 40 ár.“

Blaðið segir að Coveney vilji að málið sé rætt í ráðherraráðinu fyrir makrílfundinn í London í næstu viku.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bréf Víglundar til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar: Leynimakk við kröfuhafa á svig við neyðarlögin

+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingis­húsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS