Þriðjudagurinn 26. janúar 2021

Rúmenía: Þúsundir mótmæla gasvinnslu úr leirsteini


20. október 2013 klukkan 07:00
Schengen-svæðið. Ljósbláu löndin eru Rúmenía og Búlgaría.

Þúsundir Rúmena mótmæltu í gær, laugardag fyrirætlunum bandaríska olíufyrirtækisins Chevron um að leita að gasi úr leirsteini í austurhluta landsins og áformum kanadísks fyrirtækis um að hefja námuvinnslu á gulli. Fyrirætlanir ríkisstjórnar landsins, sem er vinstri sinnuð um að samþykkja þessar framkvæmdir hafa vakið upp mótmælaöldu í Rúmeníu, sem hefur staðið yfir frá því í september.

Um tvö aðskilin verkefni er að ræða en skortur á gagnsæi í meðferð þeirra hjá opinberum aðilum hefur valdið óánægju. Mótmælendur krefjast þess að umhverfið verði verndað svo og rúmenskar hefðir.

Á fimmtudaginn var neyddist Chevron til að fresta framkvæmdum í námunda við bæ að nafni Pungesti vegna þess að íbúarnir lokuðu aðgengi að svæðinu. Í gær komu um 800 íbúar saman ásamt prestum og aðgerðarsinnum til þess að koma í veg fyrir aðgerðir Chevron og mótmæli voru í fleiri bæjum. Fólk hefur áhyggjur af vinnsluaðferðum þeim, sem notaðar eru til vinnslu á gasi úr leirsteini. Gagnrýnendur segja að vinnslan geti mengað vatn og valdið jarðskjálftum.

Talið er að hægt sé að vinna nægilegt gas með þessum hætti til að sjá fyrir gasþörfum Rúmeníu í heila öld.,

Þá hafa um 2000 manns mótmælti fyrirhugaðri vinnslu gulls og silfurs nálægt bænum Rosia Montana.

Frá þessu segir Reuters.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bréf Víglundar til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar: Leynimakk við kröfuhafa á svig við neyðarlögin

+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingis­húsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS