Andófsmenn segja peningana notaða til að koma í veg fyrir að fólk geti flúið
Evrópusambandið hefur veitt Hvíta-Rússlandi fjárhagslegan stuðning til þess að þjálfa lögreglusveitir landsins og kaupa tækjabúnað fyrir þær og landamæraverði. Brezka dagblaðið Daily Telegraph segir að peningarnir hafi komið úr sjóði sem nefnist EuropeAid og er ætlaður til stuðnings þeim sem minnst hafa í heiminum. Peningar í sjóðinn koma m.a. frá því ráðuneyti í Bretlandi, sem sér um þróunaraðstoð.
Á sama tíma hefur utanríkisráðuneyti Bretlands lýst áhyggjum af því að andófsmenn í Hvíta-Rússlandi sé fangelsaðir og beittir ofbeldi og séu jafnvel dæmdir til dauða. Á síðasta ári hækkaði ESB fjárhagslegan stuðning við Hvíta-Rússland í 32 milljónir punda. Milljónir punda voru settar í að styrkja landamæravörzlu á vesturlandamærum Hvíta Rússlands. Hins vegar hefur Evrópusambandið sjálft sett bann við vopnasölu til Hvíta-Rússlands.
Framkvæmdastjórn ESB heldur því fram að peningarnir fari í að koma í veg fyrir mannsal og smygl á fíkniefnum. Andófsmenn í Hvíta-Rússlandi segja að peningarnir séu notaðir til að koma í veg fyrir að fólk geti flúið frá landinu.
Verkamannaflokkurinn í Bretlandi segir að þessu stuðningur sé óafsakanlegur og hefur hvatt stjórnvöld í Bretlandi til að beita sér í málinu gagnvart Brussel.
EuropeAid fær einn milljarð punda frá Bretum en hefur veitt samtals 68 milljónum punda til Hvíta-Rússlands frá árinu 2007. Stuðningurinn er veittur undir merkjum nágrannapólitíkur, sem á að ýta undir lýðræði og koma í veg fyrir ólöglega innflytjendur til ríkja ESB.
Í frétt blaðsins kemur fram að mannréttindahreyfingar séu mjög gagnrýnar á Hvíta-Rússland. Alexander Lukashenko, hefur verið forseti Hvíta-Rússlands frá árinu 1994. Hann hefur haldið stofnunum á borð við KGB frá Sovét-tímanum og er sagður reka dauðasveitir gagnvart pólitískum andstæðingum. Hann hefur útnefnt Kolya, son sinn, sem er níu ára, erfingja sinn, Sá gengur um með gullslegna skammbyssu. Lukashenko sagði sjálfur á síðasta ári að hann væri síðasti einræðisherrann í Evrópu.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.