Fimmtudagurinn 21. janúar 2021

Þýskaland: SPD samþykkir að ganga til formlegra stjórnar­myndunarviðræðna - niðurstaðan lögð fyrir 470.000 flokksmenn til afgreiðslu


20. október 2013 klukkan 15:47

Á sérstökum fundi 229 forystumanna Jafnaðarmannaflokks Þýskalands (SPD) var samþykkt sunnudaginn 20. október að ganga formlega til stjórnarmyndunarviðræðna við Angelu Merkel. Viðræðurnar hefjast miðvikudaginn 23. október. Lokaniðurstaða viðræðnanna verður lögð fyrir 470.000 félaga í SPD til samþykktar eða synjunar.

Sigmar Gabriel

Sigmar Gabriel, formaður SPD, sagði eftir fund trúnaðarmannanna að mynda mætti ríkisstjórn fyrir jól næðist málefnasamkomulag. Hann sagðist vera „bjartsýnn“ um niðurstöðuna í atkvæðagreiðslunni meðal flokksmanna en þar hefur gætt efasemda um réttmæti þess að ganga til samstarfs við kristilega (CDU/CSU) að nýju eftir reynslu SPD af slíku samstarfi 2005 til 2009.

Af þeim 229 sem sátu fundinn í Berlín sunnudaginn 20. október voru 31 á móti tillögu framkvæmdastjórnar SPD um að ganga til formlegra stjórnarmyndunarviðræðna, tveir skiluðu auðu en aðrir studdu tillöguna.

Angela Merkel var sigurvegari í þingkosningunum 22. septemer og skorti aðeins fáeina þingmenn til að mynda meirihluta á þingi. Samstarfsflokkurinn hennar, frjálsir demókratar (FDP) féllu út af þingi. Viðræður Merkel við fulltrúa græningja runnu út í sandinn í síðustu viku.

Í fjölmiðlum hefur verið vitnað í trúnaðarskjal úr herbúðum SPD þar sem nefnd eru 10 atriði sem ekki verður kvikað frá af hálfu flokksins í viðræðunum við Merkel. Þar á meðal má nefnda 8,50 evru lágmarkslaun, jöfn laun fyrir karla og konur, aukna fjárfestingu í opinberum mannvirkjum og menntun, sameiginlega stefnu til að ýta undir hagvöxt og draga úr atvinnuleysi á evru-svæðinu.

Þá mun flokkurinn einnig krefjast þess að eftirlaun verði hin sömu til íbúa frá Vestur- og Austur-Þýskalandi, að innleiddur verði tvöfaldur ríkisborgararéttur og fólki verði auðveldað að samræma vinnu og fjölskyldulíf.

Hvergi er minnst á hækkun skatta á hina tekjumestu sem var meðal kostningaloforða flokksins. Merkel hefur hafnað öllum slíkum hugmyndum.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS