Þriðjudagurinn 26. janúar 2021

Juncker með öruggt forskot í Lúxemborg - myndar hann stjórn með frjálslyndum?


20. október 2013 klukkan 22:02

Fyrstu tölur í þingkosningunum í Lúxemborg sunnudaginn 20. október benda til þess að Kristilegi sósíalistaflokkurinn, CSV (mið-hægriflokkur), Jean-Claudes Junckers forsæstisráðherra hafi tapað nokkrum fjöðrum en fljúgi samt langt á undan öðrum flokkum landsins.

Jean-Claude Juncker á kjörstað 20. október 2013.

Úrslitin gera Juncker kleift að leiða næstu samsteypustjórn landsins, ef til vill með frjálslynda flokknum, DP, sem virðist hinn raunverulegi sigurvegari kosninganna. RTL-sjónvarpsstöðin kynnti þessa niðurstöðu um klukkan 20.00 þegar um helmingur atkvæða hafði verið talinn.

CSV ætti að halda 23 eða 24 af 26 þingsætum sínum. LSAP (sósíalistar) halda 13 þingsætum, DP frjálslyndir fá 12 eða 13 ( 3 eða 4). Græningjar tapa einu sæti fá 6, ADR lýðskrumsflokkur 3 (-1) og vinstri flokkurinn Dei Lenk 3 (2).

Juncker boðaði til kosninganna þegar stjórnarsamstarf hans við LSAP splundarðist vegna gagnrýni á forsætisráðherrann fyrir skort á eftirliti með leyniþjónustu landsins. Í kosningarbaráttunni sagðist Juncker hafa orðið fórnarlamb „svika“ og hann vanadaði LSAP og Etienne Schneider, fyrrverandi efnahagsráðherra og ungum og framagjörnum formanni flokksins, ekki kveðjurnar. Schneider sagði að nú væri tími breytinga eftir 18 ára „valdatíma“ CSV. Flokkurinn hefur farið með stjórnarforystu í Lúxemborg frá stríðslokum nema árin 1974 til 1979.

Í kosningabaráttunni varaði Juncker við þriggja flokka stjórn sósíalista, frjálslyndra og græningja. Kæmi til hennar yrði það fyrsta þriggja flokka stjórnin í sögu Lúxemborg og tilhugsunin um hana er sögð vekja ótta meðal íhaldssamra íbúa landsins.

Juncker og stjórnarhættir hans voru meginmál kosningabaráttunnar þótt efnahagsmál kæmu einnig við sögu. Þau eru þó ekki sérstakt vandamál því að meðaltekjur hvers íbúa í Lúxemborg eru 48.000 evrur á ári, hinar næst hæstu í heimi á eftir Qatar.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS