Fimmtudagurinn 25. febrúar 2021

Frakkland: Forsetinn og forsætis­ráðherra í frjálsu falli í könnunum - hvergi sjást merki um viðspyrnu


9. nóvember 2013 klukkan 13:39
François Hollande - staða hans hefur ekki batnað við að lánhæfiseinkunn Frakklands hefur fallið í AA.

Hið lóðrétta fall François Hollandes Frakklandsforseta í skoðanakönnunum vekur vangaveltur hve djúpt forsetinn og Jean-Marcs Ayraults, forsætisráðherra sósíalista, geti fallið. Þeir sem standa að skoðanakönnunum eru mjög hugsi yfir hvert stefni. Sumir stuðningsmenn forsetans reyna að berja í brestina en annars er ástandinu í forsetahöllinni og ráðuneytum í París lýst á þann veg að allur móður sé úr mönnum, þeir viti í raun ekki sitt rjúkandi ráð.

Bruno Jeanbart, forstjóri könnunarfyrirtækisins Opinion Way, segir við Le Figaro laugardaginn 9. nóvember: „Það er líklega til eitthvert gólf, einhver kjarni kjósenda sósíalista sem lætur ekki haggast. Hve margir eru þeir? Við höfum ekki hugmynd um það.“ Blaðið segir að í þessum orðum felist bjartsýni. Það vitnar einnig í Gaël Sliman, aðstoðarforstjóra fyrirtækisins BVA, sem segir: „Það er engin ástæða til að ætla að til sé gólf.“

Könnunarfyrirtækin glíma nú við aðstæður sem þau hafa aldrei kynnst áður. „Frá því að V. lýðveldið kom til sögunnar [1958] hefur forseti aldrei reynst jafn óvinsæll. Meira að segja ekki Nicolas Sarkozy sem þótti standa mjög illa að vígi á sínum tíma,“ segir Gaël Sliman,

Hið sérstaka við óvinsældir François Hollandes er ekki aðeins hve miklar þær eru heldur hve hratt álitið á honum hefur fallið. Á sínum tíma kynntust François Mitterrand, Jacques Chirac ou Nicolas Sarkozy einnig dapurlegum tölum um eigin vinsældir. Þeir féllu þó ekki jafnhratt í áliti. „Það hefur aldrei gerst áður að á aðeins átján mánuðum á fyrsta kjörtímabili falli forseti lýðveldisins svo langt niður,“ segir Bruno Jeanbart.

Bruno Le Roux, þingmaður sósíalista og náinn samstarfsmaður forsetans, segir að vinsældir stjórnmálamanna eða forsetans kunni að aukast jafnhratt og þær hafa hrapað. Le Figaro bendir á að í umræðum um hvort forsetinn nái sér á strik eða ekki sé óhjákvæmilegt að huga að því að hann hafi áunnið sér orð fyrir að geta ekki tekið afdráttarlausar ákvarðanir og þyki ekki sýna þann þrótt sem krafist sé af leiðtoga þjóðarinnar.

„Frakkar hafa á tilfinningunni að hann sé huglaus, áhrifalaus, kraftlaus, að hann láti ekki nóg að sér kveða, taki ekki af skarið. Festist þetta viðhorf í huga fólks verða afleiðingarnar jafn hörmulegar fyrir hann og le Fouquet's fyrir Nicolas Sarkozy [kvöldið sem Sarkozy var kjörinn forseti fór hann á Fourquet´s veitingastaðinn í París sem þykir aðeins fyrir auðmenn eða fína fólkið og eftir það fór hann í nokkurra daga frí á snekkju auðmanns í Miðjarðarhafi þetta spillti strax fyrir honum og hékk eins og svart ský yfir allri forsetatíð hans og réð miklu um að hann náði ekki endurkjöri],“ segir Gaël Sliman.

Le Figaro segir að François Hollande lifi í þeirri trú að hann muni sigrast á óvinsældunum þegar líði á kjörtímabilið og óvinsælar aðgerðir taki skila betri lífskjörum. Sér muni takast að halda öðru vísi á málum en forverum hans úr röðum sósíalista François Mitterrand forseta og Lionel Jospin forsætisráðherra. Þeir hafi báðir notið vinsælda í upphafi en undir lok stjórnarferilsins búið við miklar óvinsældir. Gaël Sliman segir hins vegar alls ekki víst að Hollande muni njóta þess í auknum vinsældum þótt ástandið batni. Staðan sé orðin svo slæm að allur kraftur sé úr nánustu samstarfsmönnum forsetans sem geri honum og ríkisstjórn enn erfiðara um vik en ella væri.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS