Í leiðara The New York Times (NYT) laugardaginn 9. nóvember segir að þríeykið, ESB, Seðlabanki Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, láti viðvaranir Antonis Samaras, forsætisráðherra Grikklands, sem vind um eyru þjóta. Hann hafi sagt mánudaginn 4. nóvember: „Gríska samfélagið og efnahagslífið þolir ekki meiri [aðhalds]aðgerðir.“ Ekki sé þörf fyrir meiri almenna skerðingu á launum og eftirlaunum.
Blaðið segir að þríeykið krefjist að enn sé þrengt að grísku þjóðinni og fleiri opinberum starfsmönnum sé sagt upp störfum. Verði ekki farið að kröfum þess komi ekki til greiðslu á milljarði evra af síðasta neyðarláninu til Grikkja.
NYT segir að ráðstöfunartekjur Grikkja hafi minnkað um 40% frá 2008 vegna launalækkana, lækkana á ríkisútgjöldum og skattahækkana. Flestir Grikkir hafi þó ekki átt mikið til skiptanna í upphafi. Sé litið til stöðu ríkisfjármála hafi niðurskurður sem þegar sé kominn til sögunnar þurrkað út hallann sem hafi verið 15% árið 2008 – sé ekki litið til vaxtagreiðslna ríkisins.
Aðhaldsaðgerðirnar hafi minnkað þjóðarframleiðslu um 25%, atvinnuleysi sé 28%, heilbrigðisþjónusta og önnur opinber þjónusta hafi stórminnkað, fátækt hafi aukist. Þá hafi samdráttur innan hagkerfisins leitt til þess að skuldabyrði sem hlutfall af landsframleiðslu hafi aukist um meira en 20% frá árinu 2010 þegar efnahagsáætlun ESB hafi verið hrundið í framkvæmd.
Á sama tíma hafi stjórnmálakerfi landsins næstum hrunið. Milljónir kjósenda hafi horfið frá stuðningi við miðjuflokkana sem standi að ríkisstjórn Samaras, hún hafi aðeins fimm atkvæða meirihluta á þingi. Átök á götum úti hafi grafið undan samfélagsgerðinni og nú séu hafin málferli gegn Gullinni dögun, nýnasistaflokki. Nær daglega verði menn vitni að verkföllum og and-aðhaldsmótmælum.
NYT segir að Samaras ætti að leggja harðar að sér til að draga úr félagslegri spennu. Tilraunir hans til að loka ríkisútvarpinu og opna nýtt hafi valdið undrun margra og reiði meðal Grikkja. Atlaga lögreglu að fyrrverandi höfuðstöðvum útvarpsins fimmtudaginn 7. nóvember kunni að kalla á vantraust á ríkisstjórnina á þingi.
Blaðið segir þó verra að ríkisstjórnin hafi lítið gert til að umbylta hinu óréttláta skattkerfi landsins sem bitni verst á miðstéttinni og verkamönnum en veiti hinum ríku og vel tengdu skjól.
NYT telur að beittu aðilar utan Grikklands sér fyrir framsæknari skattkerfi og betri innheimtu skatta kynni þrýstingur af þeirra hálfu að verða til einhvers gagns. Krafa ESB sem snúist ekki um annað en niðurskurð útgjalda, uppsagnir og skattahækkanir gagnist engum, hún auki hins vegar líkur á að Grikkland hrynji.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.