Íbúar Munchen í Þýzkalandi greiddu atkvæði um það í íbúakosningu um helgina hvort borgin ætti að sækjast eftir því að halda Vetrar-Olympíuleika árið 2022 en felldu það með 52,1% atkvæða. Þessi niðurstaða þýðir að ráðamenn í borginni geta ekki haldið áfram með umsókn Munchen um að halda leikana.
Ráðamenn í borginni og forystumenn íþróttasamtaka leita nú skýringa á þessari niðurstöðu. Einn þeirra telur að skýringin sé sú að almenningur hafi efasemdir um slíka stórviðburði í íþróttum.
Sama niðurstaða varð í nágrannabyggðum Munchen, þar sem keppnin sjálf hefði farið fram, þ.e. í Garmisch-Partenkirchen, Traunstein og Berchtesgaden. Íbúar þar höfnuðu líka tillögunni.
Sumir þeirra, sem hafa tjáð sig um málið telja að Olympíuleikar hafi verið útilokaðir í Þýzkalandi. Sumarleikar voru haldnir í Munchen árið 1972.
Frá þessu segir vefsíða Þýzkalandsútgáfu The Local.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.