Karel de Gucht, viðskiptamálastjóri ESB, sætir skattarannsókn í heimalandi sínu Belgíu vegna viðskipta sem hann átti áður en hann var valinn í framkvæmdastjórn ESB. Hann situr áfram í ESB-embætti sínu þrátt fyrir rannsóknina. John Dalli var heilbrigðismálastjóri ESB, hann var knúinn til að segja sig úr framkvæmdastjórninni þegar í hámæli komst að hann ætti í vitorði með þrýstihópi tóbaksframleiðenda. Í fjölmiðlum velta menn fyrir sér hvers vegna einn ESB-framkvæmdastjóri situr áfram en öðrum er gert að víkja vegna rannsóknar máls.
Þetta var rætt við talsmann ESB á blaðamannafundi föstudaginn 9. október „Við skulum ekki blanda þessum tveimur málum saman,“ sagði upplýsingafulltrúi ESB og bætti við: „Um er að ræða einkadeilu milli belgískra skattayfirvalda og fjölskyldu de Guchts.“
Af hálfu ESB er lögð áhersla á að málareksturinn gegn de Gucht snerti á engan hátt störf hans í framkvæmdastjórn ESB. Blaðamenn velta fyrir sér hvort José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, móti afstöðu sína til hæfni manna eftir því hvort þeir séu sakaðir um að brjóta lög áður en þeir verða framkvæmdastjórar eða á meðan þeir sitja í framkvæmdastjórninni.
Karel de Gucht ræddi stöðu sína við Barroso að morgni föstudags 8. nóvember. Það hefur ekki fengist upplýst hvort til álita hefði komið að de Gucht fengi leyfi frá störfum á meðan málið gegn honum færi í gegnum belgíska réttarkerfið. Finnst blaðamönnum skrýtið að ekki skuli skýrt frá því miðað við fyrirheit framkvæmdastjórnarinnar um að „virða ítrasta gegnsæi“.
Í Brusselblaðinu New Europe er mánudaginn 11. nóvember dregið í efa að John Dalli hafi notið þess í nægilega ríkum mæli að teljast saklaus þar til sekt hans yrði sönnuð. Nú telji margir að ekki gildi hið sama um Belga og Maltverja.
John Dalli hefur sjálfur bent á að de Gucht-málið hafi „afhjúpað hræsni Barrosos, forseta framkvæmdastjórnarinnar, og framkvæmdastjórnarinnar í heild þar sem beitt sé tveimur kvörðum við mat í þessu máli og málinu sem snerti Dalli“.
John Dalli segir að hann hafi ekki notið þess að vera talinn saklaus þegar framkvæmdastjórnin og OLAF, and-spillingarskrifstofa ESB, fjölluðu um mál hans. Barroso hafi rekið Dalli á staðnum og neitað honum um aðgang að skýrslunni sem lá að baki ákvörðun hans og einnig neitað honum að leita aðstoðar lögfræðinga. Í máli Dallis var ekki gripið til neinna aðgerða í heimalandi hans. Þvert á móti segja yfirvöld á Möltu að ekki sé ástæða til neins málarekstrar gegn Dalli.
John Dalli segir:
„Munurinn á máli de Guchts og málinu gegn mér er mjög skýr:
Tóbaksfyrirtæki koma ekki að máli de Guchts.
Belgíska ríkisstjórnin sá ekkert tækifæri íólgið í starfslokum de Guchts.“
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.