Forystumenn í atvinnulífi Bretlands, Þýskalands og Svíþjóðar hafa tekið höndum saman og hvatt til þess í opnu bréfi til stjórnmálaleiðtoga ESB að þeir kynni „djarfa umbótastefnu“ fyrir ESB-þingkosningarnar í maí 2014. Hugveitan Open Europe hafði frumkvæði að samstarfi forystumannanna í þessu efni.
Í frétt Open Europe um málið segir að ekki hafi áður verið efnt til sameiginlegs átaks af þessu tagi til að beina athygli að brýnum úrlausnarefnum á vettvangi ESB. Bréf forystumannanna í atvinnulífinu er birt í The Sunday Times í Bretlandi 10. nóvember, á forsíðu Dagens Industri í Svíþjóð og Frankfurter Allgemeine Zeitung í Þýsklandi.
Í bréfinu eru stjórnmálamenn innan ESB hvattir til að skapa atvinnulífinu betri umgjörð, stuðla að alþjóðlegri samkeppnishæfni og til að auka lýðræðisleg áhrif á töku ákvarðana innan ESB. Atvinnurekendurnir koma úr ýmsum greinum atvinnulífsins og fyrirtæki þeirra skapa vinnu fyrir um eina milljón manna í Evrópu og heim allan. Margir þeirra hafa aldrei fyrr hvatt sér hljóðs um málefni ESB.
Meðal þeirra sem rita undir bréfið eru: Karl-Johan Persson, forstjóri H&M í Svíþjóð, Dr. h.c. August Oetker, stjórnarformaður þýska matvælafyrirtækisins Dr. Oetker, Douglas Flint, stjórnarformaður HSBC Holdings, Joanna Shields, forstjóri Tech City, og Sir John Peace, formaður Standard Chartered Bank.
Í viðtali við The Sunday Times segir Maria Borelius í ráðgjafaráði Open Europe:
„Þetta er fyrsta alvarlega tilraunin til að teygja sig til meginlandsins [frá Bretlandi] og virkja frumkvöðla og atvinnurekendur með svipaðar skoðanir í Evrópu til að mynda samstarfshóp í því skyni að breyta ESB – þetta er skýrt merki um að á meginlandi Evrópu er vaxandi áhugi á að breyta ESB. Ætli Bretar að ná marktækum árangri í viðleitni sinni til að breyta ESB verða þeir að afla skoðun sinni fylgis alls staðar í Evrópu og ekki einungis ræða hana til hlítar í Bretlandi.“
Dr. Michael Wohlgemuth, forstöðumaður skrifstofu Open Europe í Berlín, segir í grein í spænska dagblaðinu La Razón:
„Með því að fjarlægja hindranir á sviði verslunar og þjónustu gæti ESB ýtt undir atvinnulífið á þann hátt að hagvöxtur ykist um 2% [af landsframleiðslu innan ESB í heild] og til yrðu 600.000 ný störf, ég vil að efnahagslega Evrópu sem fjárfestir í rannsókn og þróun. Ekki er aðeins unnt að ná betri árangri í Evrópu heldur ber að líta á það sem skyldu að gera það.“
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.