Fimmtudagurinn 25. febrúar 2021

Forystumenn í atvinnulífi Bretlands, Þýskalands og Svíþjóðar hvetja stjórnmálaleiðtoga ESB til að kynna „djarfa umbóta­stefnu“ fyrir ESB-þingkosningarnar í maí 2014.


11. nóvember 2013 klukkan 12:03

Forystumenn í atvinnulífi Bretlands, Þýskalands og Svíþjóðar hafa tekið höndum saman og hvatt til þess í opnu bréfi til stjórnmálaleiðtoga ESB að þeir kynni „djarfa umbótastefnu“ fyrir ESB-þingkosningarnar í maí 2014. Hugveitan Open Europe hafði frumkvæði að samstarfi forystumannanna í þessu efni.

Í frétt Open Europe um málið segir að ekki hafi áður verið efnt til sameiginlegs átaks af þessu tagi til að beina athygli að brýnum úrlausnarefnum á vettvangi ESB. Bréf forystumannanna í atvinnulífinu er birt í The Sunday Times í Bretlandi 10. nóvember, á forsíðu Dagens Industri í Svíþjóð og Frankfurter Allgemeine Zeitung í Þýsklandi.

Í bréfinu eru stjórnmálamenn innan ESB hvattir til að skapa atvinnulífinu betri umgjörð, stuðla að alþjóðlegri samkeppnishæfni og til að auka lýðræðisleg áhrif á töku ákvarðana innan ESB. Atvinnurekendurnir koma úr ýmsum greinum atvinnulífsins og fyrirtæki þeirra skapa vinnu fyrir um eina milljón manna í Evrópu og heim allan. Margir þeirra hafa aldrei fyrr hvatt sér hljóðs um málefni ESB.

Meðal þeirra sem rita undir bréfið eru: Karl-Johan Persson, forstjóri H&M í Svíþjóð, Dr. h.c. August Oetker, stjórnarformaður þýska matvælafyrirtækisins Dr. Oetker, Douglas Flint, stjórnarformaður HSBC Holdings, Joanna Shields, forstjóri Tech City, og Sir John Peace, formaður Standard Chartered Bank.

Í viðtali við The Sunday Times segir Maria Borelius í ráðgjafaráði Open Europe:

„Þetta er fyrsta alvarlega tilraunin til að teygja sig til meginlandsins [frá Bretlandi] og virkja frumkvöðla og atvinnurekendur með svipaðar skoðanir í Evrópu til að mynda samstarfshóp í því skyni að breyta ESB – þetta er skýrt merki um að á meginlandi Evrópu er vaxandi áhugi á að breyta ESB. Ætli Bretar að ná marktækum árangri í viðleitni sinni til að breyta ESB verða þeir að afla skoðun sinni fylgis alls staðar í Evrópu og ekki einungis ræða hana til hlítar í Bretlandi.“

Dr. Michael Wohlgemuth, forstöðumaður skrifstofu Open Europe í Berlín, segir í grein í spænska dagblaðinu La Razón:

„Með því að fjarlægja hindranir á sviði verslunar og þjónustu gæti ESB ýtt undir atvinnulífið á þann hátt að hagvöxtur ykist um 2% [af landsframleiðslu innan ESB í heild] og til yrðu 600.000 ný störf, ég vil að efnahagslega Evrópu sem fjárfestir í rannsókn og þróun. Ekki er aðeins unnt að ná betri árangri í Evrópu heldur ber að líta á það sem skyldu að gera það.“

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS