Tilkynnt hefur verið að valdastofnanir Evrópusambandsins hafi náð samkomulagi um fjárlög sambandsins á árinu 2014. Aðfaranótt þriðjudags 12. nóvember sömdu fulltrúar ráðherraráðs ESB, framkvæmdastjórnar ESB og ESB-þingsins um að útgjöld ESB árið 2014 yrðu 135,5 milljarðar evra. Um er að ræða 6% niðurskurð útgjalda miðað við fjárlög ársins 2013.
Viðræðurnar voru langar og strangar, stóðu í 16 klukkustundir. Framkvæmdastjórn ESB hafði krafist 136 milljarða evra útgjaldaramma en ESB-þingið vildi að hann yrði 136,4 milljarðar, ráðherraráðið lagði hins vegar af stað með 135 milljarða markmið. Ráðherrarráðið samþykkti því ný útgjöld, 500 milljónir evra á lokastigi málsins. Framkvæmdastjórnin gaf eftir 500 milljónir af sinni kröfu og ESB-þingið 900 milljónir.
Við ráðstöfun fjárins verður meiri áhersla en áður lögð á hagvöxt, störf, nýsköpun og aðstoð við nauðstadda, sagði Algimantas Rimkunas, vara-fjármálaráðherra Litháens. Litháar sitja í forsæti ESB fram til 1. júlí 2013.
Þá verður einnig lögð áhersla á að efla stofnanir sem sinna þjónustu við innflytjendur og hælisleitendur auk þess sem landamæravarsla undir merkkjum FRONTEX, landamærastofnunar Evrópu, verður aukin. Sömu sögu er að segja um fjármálaeftirlit ESB, það fær aukið fé til ráðstöfunar.
Um tveir þriðju fjárlaganna renna til styrkja í þágu bænda og þróunarverkefna á fátækustu svæðum ESB. Að þessu leyti er engin breyting frá fyrri árum. Þessi viðfangsefni nefnast á ensku „cohesion“-verkefni. Með orðinu er gefið til kynna að þau eigi að stuðla að jafnræði og samheldni innan ESB. Útgjöld til þessara verkefna lækka um 7 milljarða evra miðað við árið 2013.
Í þýsku sjónvarpsstöðinni ARD birtist frétt um að fulltrúar fjögurra ríkisstjórna hefðu greitt atkvæði gegn samkomulaginu, ríkisstjórna Bretlands, Danmerkur, Hollands og Svíþjóðar. Ríkisstjórnirnar vildu meiri sparnað og aukið aðhald.
Næsta skref í málinu er að samkomulagið verður lagt fyrir ESB-þingið og ráðherraráð ESB í næstu viku til endanlegrar afgreiðslu.
Eftir að fjárlög ársins 2014 hafa verið samþykkt verða langtímafjárlögin fyrir árin 2014 til 2020 lögð fyrir ESB-þingið til afgreiðslu.
Á fundinum vegna fjárlaganna 2014 var samþykkt 3,9 milljarða evru aukafjárveiting á árinu 2013 til að standa undir kostnaði við „cohesion“-verkefni. Þá verður 400,5 milljónum varið sérstaklega til stuðnings svæðum í Þýskalandi, Tékklandi, Austurríki og Rúmeníu þar sem mikil flóð urðu á þessu ári.
Heimild: BBC
Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.