Framkvæmdastjórn Evrópu ætlar að gera nákvæma úttekt á miklum afgangi á alþjóðaviðskiptum Þjóðverja til að rannsaka hvort mikill útflutningur þeirra skaði ESB-markaði. Þjóðverjar eru sakaðir um að skapa hættulegan efnahagslegan ójöfnuð. Viðskiptajöfnuður birtist í hagtölum. Tölurnar sýna muninn á milli innflutnings og útflutnings á vörum og þjónustu. Nú hafa þessar tölur um stöðu Þýskalands orðið að ásteytingarsteini. Bandaríkjamenn saka Þjóðverja um of mikinn útflutning og að yfirfylla markaði af þýskum varningi.
José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, tilkynnti miðvikudaginn 13. nóvember að hann mundi láta fara í saumana á viðskiptaafgangi Þjóðverja til að meta hvaða áhrif hann hefði á efnahagsstarfsemi ESB-ríkjanna í heild. Niðurstaðan yrði notuð sem viðmið við mat á hvort Þjóðverjar gætu lagt meira af mörkum til að skapa efnahagslegan jöfnuð innan ESB.
Afgangur á vöruskiptareikningi Þjóðverja varð meiri í september en nokkru sinni fyrr, tekjur af útflutningi voru 18,8 milljörðum evra hærri en útgjöld vegna innflutnings. Þegar tölurnar birtust sættu Þjóðverjar gagnrýni frá Bandaríkjastjórn og stjórnendum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sagt var að þeir yllu samaðilum að evru-samstarfinu vandræðum.
Barrsoso sagði að Þjóðverjar bæru sérstaka ábyrgð innan evru-svæðisins. Hann sagði rangt að skilgreina vandann á þann hátt að hann fælist í samkeppnishæfni Þjóðverja. „Vandinn er miklu frekar sá að aðrar þjóðir standa þeim enn verulega að baki í samkeppnishæfni,“ sagði hann.
Heimildin til úttektar og rannsókna á þessum þætti í efnahagslífi Þýskalands er reist á ESB-reglum um heimild til að grafast fyrir um ástæður jafnvægisleysis í efnahagsmálum innan sambandsins. Ríkið sem er undir rannsókn á ekki sjálfkarafa á hættu að verða beitt ESB-refsiaðgerðum. Til þeirra kynni hins vegar að verða gripið síðar fari ríkið ekki að fyrirmælum frá Brussel. Refsingin kynni að felast í sekt sem næmi 0,1% af vergri landsframleiðslu ríkisins. Yrðu Þjóðverðar sektaðir á þessum grunni mundi það nema nokkrum milljörðum evra.
Á árinu 2012 rannsakaði framkvæmdastjórn ESB stöðu þessara mála í Belgíu, Bretlandi, Búlgaríu, Danmörku, Finnlandi, Frakklandi, Hollandi, Ítalíu, Möltu, Slóveníu, Spáni og Svíþjóð.
+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingishúsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.