Sunnudagurinn 25. október 2020

Norđurpóllinn: Ţriggja ríkja deila um ráđ yfir landgrunninu - Kanada­stjórn hefur kynnt kröfur sínar - Rússar og Danir mótmćla


6. desember 2013 klukkan 18:50
Lomonosov-hryggurinn

Nýr kafli er hafinn í samskiptum ţjóđa á norđuslóđum; Kanadíska ríkisstjórnin lagđi föstudaginn 6. desember kröfur sínar um eignahald á landgrunni utan 200 sjómílna fyrir landgrunnsnefnd Sameinuđu ţjóđanna. Í rússnesku útvarpsstöđinni Voice of Russia er ţví haldiđ fram ađ Kanadamenn krefjist hluta af botninum sem sé í eign Rússa á Lomonosov-hryggnum. Ţá gera Kanadamenn einnig kröfu til hafsbotnsins á norđurpólnum sjálfum en Rússar og Danir (fyrir Grćnland) telja hvor um sig botninn á norđurpólnum sína eign.

Til ţessa hefur ekki veriđ gengiđ frá umsömdum mörkum í Norđur-Íshafi milli fimm ríkja: Bandaríkjanna, Kanada, Danmerkur (Grćnlands), Noregs og Rússlands. Sé óvissa um yfirráđasvćđi á landgrunni utan 200 mílna kemur ţađ í hlut landgrunnsnefndar SŢ ađ úrskurđa um markalínur. Fjögur ríkjanna (ekki Bandaríkin) eru ađilar ađ hafréttarsáttmála ESB. Ríkisstjórnir landanna fimm hafa sagt ađ sáttmálann eigi ađ nota sem tćki til ađ leysa úr hugsanlegum ágreiningi vegna yfirráđa á Norđurskautssvćđinu.

Í sáttmálanum segir ađ eftir fullgildingu hafréttarsáttmálans hafi hvert ríkjanna fimm 10 ár til ađ setja fram kröfur vegna eignarhalds á svćđum utan 200 mílnanna. Norđmenn, Rússar, Kanadamenn og Danir eru nú ţegar teknir til viđ ađ rökstyđja kröfur um aukin eigin yfirráđ í Norđur- Íshafi. Kanadamenn fullgiltu hafréttarsáttmálann 2003 og ţess vegna eru síđustu forvöđ ţeirra til ađ leggja kröfur sínar međ rökstuđningi fyrir landgrunnsnefndina núna.

Á vefsíđu Voice of Russia segir ađ rök Kanadamanna fyrir eignahaldi á norđurpólnum séu ekki augljós ţetta eigi einnig viđ um ţađ sem segi um Lomonosov-hrygginn. Rússneskir vísindamenn hafi sannađ ađ Rússar einir hafi full rök til ađ krefjast eignarhalds á hafsbotni á hryggnum.

Áriđ 2001 urđu Rússar fyrstir norđurskautsríkja til ađ gera kröfu um ráđ yfir hafsbotni utan 200 sjómílna. Ţá var kröfu ţeirra hafnađ. Sex árum seinna rannsakađi hafrannsóknastofnun Rússlands međ ađstođ ísbrjótsins Rossia Lomonosov-hrygginn. Ţá fóru vísindamenn í kafbáti niđur á hafsbotn á Norđurpólnum sjálfum, tóku sýni og skildu rússneska fánann eftir á pólnum. Voice of Russia segir ađ í ţessari ferđ hafi veriđ sannađ ađ Lomonosov-hryggurinn sé framlenging á landgrunni Rússlands. Eftir ţađ var ný krafa um eignarhald á pólnum send. Víđa brugđust menn illa viđ ţessu atferli Rússa, einkum í Kanada og Bandaríkjunum, án ţess ađ alvarlegar deilur risu. Hvarvetna sögđust menn ćtla ađ leysa úr ágreiningi á friđsamlegan hátt.

Langrunnsnefndin íhugar hvert mál gaumgćfilega. Hún fjallar efnislega um mál sem valda ekki deilum milli ríkja. Sé ágreiningur leggur nefndin mál til hliđar ţar til ágreiningur ríkjanna hefur veriđ leystur. Kanadamenn og Rússar verđa ţví ađ leita samkomulags um ágreiningsmál sín, takist ţađ ekki má skjóta málum til alţjóđadómstóla.

Í danska blađinu Jyllands-Posten segir föstudaginn 6. desember ađ Kanadamenn stofni ekki ađeins til ágreinings viđ Rússa heldur einnig Dani vegna Grćnlands. Danir krefjist einnig yfirráđa yfir landgrunni á norđurpólnum sjálfum.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orđiđ í afstöđu til ESB-viđrćđna - réttur ţjóđar­innar tryggđur

Ţáttaskil urđu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars ţegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráđherra aftenti formanni ráđherraráđs ESB og viđrćđu­stjóra stćkkunarmála í framkvćmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Ţar segir: „The Government of...

 
Mest lesiđ
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óţarfi ađ rćđa frekar viđ ESB vegna afstöđu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvćr Evrópu­skýrslur styđja sjónarmiđ LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvćmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir ađ í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfrćđi­stofnun HÍ og Alţjóđa­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styđji ţá afstöđu LÍÚ ađ Ísland eigi ađ standa utan ESB. Ţá segir hann óţarfa ađ ganga lengra í viđrćđum viđ ES...

Norđurslóđir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til ađ hlýnun jarđar og sú bráđnun hafíss, sem af henni leiđir geti losađ um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi veriđ hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiđum á Norđurslóđum. Ţetta segja rannsakendur ađ geti gerzt á einum áratug. Međal ţess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er ađ slíkir öskuhaugar séu ađ myndast á Barentshafi.

Ţýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega ţjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harđri gagnrýni fyrir ummćli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­ţingsins ţess efnis ađ Evrópu­sambandiđ vćri ekki „socialunion“ eđa bandalag um félagslega ţjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til ađ Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gćrkvöldi benda til ađ Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­ţingsins sem hófust í gćrmorgun og ađ ţingmönnumhans á Evrópu­ţinginu fćkki um tvo en ţeir hafa veriđ fimm. Ţetta gengur ţvert á spár um uppgang flokka lengst til hćgri í ţeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS