Föstudagurinn 13. desember 2019

ESB-dómstóll: Framkvæmda­stjórn ESB stóð rangt að leyfisveitingu vegna erfðabreyttrar kartöflu hjá BASF


13. desember 2013 klukkan 16:43

Í almennri deild ESB-dómstólsins (næst æðsta dómstól ESB) hafa dómarar komist að þeirri niðurstöðu að banna beri erfðabreytta kartöflutegund sem þýska efnafyrirtækið BASF hefur þróað. Ógilti dómstóllinn með því leyfi sem framkvæmdastjórn ESB hafði gefið BASF til að framleiða afbrigði undir heitinu Amflora.

Ástæðu ógildingarinnar sem kynnt var föstudaginn 13. desember má rekja til þess að framkvæmdastjórn ESB gætti ekki þeirra formreglna sem henni bar við útgáfu framleiðsluleyfisins á Amfloru.

Stjórnvöld í Ungverjalandi, Fakklandi, Austurríki, Póllandi og Lúxemborg höfðuðu mál á hendur framkvæmdastjórninni til að fá ákvörðun hennar um Amflora hnekkt. Leyfið snerist um að nota mætti kartöfluna til iðnaðarframleiðslu og í dýrafóður.

Framkvæmdastjórnin veitti samþykki sitt eftir að European Food Safety Authority (EFSA), Evrópska matvælaöryggisstofnunin, hafði í umsögn árið 2009 sagt að Amflora ógnaði ekki heilsu manna eða umhverfinu á neinn hátt. Framkvæmdastjórnin lét undir höfuð leggjast að senda álit EFSA sem hafði að geyma gagnrýnar umsagnir til tveggja ráðgjafanefnda sem skipaðar eru fulltrúum frá ESB-ríkjunum.

Af niðurstöðu dómaranna má ráða að hefði framkvæmdastjórn ESB sent umsögn EFSA rétta boðleið til umsagnar hefði efni úrskurðar dómstólsins getað orðið annað.

BAFS hætti að selja Amflora kartöflur innan ESB árið 2011 vegna þess hve eftirspurn var lítil og andstaða almennings og stjórnmálamanna mikil.

Árið 2012 flutti BASF aðsetur líftæknimiðstöðvar sinnar til Norður-Karólínu og féll frá því að markaðssetja erfðabreyttar vörur í Evrópu.

Fyrir utan BASF-kartöfluna hefur ESB aðeins samþykkt eina erfðabreytta ræktun í Evrópu, það er maístegund undir heitinu MON810 sem Monsanto í Bandaríkjunum hefur þróað.

.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bréf Víglundar til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar: Leynimakk við kröfuhafa á svig við neyðarlögin

+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingis­húsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS