Mánudagurinn 16. desember 2019

Erna Solberg ætlar ekki að mæla með EES-aðild við David Cameron - telur hana ekki falla að stórveldisviðhorfi Breta


15. janúar 2014 klukkan 11:47

Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, segist ekki ætla að mæla með því við David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, að Bretar gangi úr Evrópusambandinu og gerist aðilar að evrópska efnahagssvæðinu þegar þau hittast á fundi í London miðvikudaginn 15. janúar.

Erna Solberg

„Ég er ekki þeirrar skoðunar að Stóra-Bretland þar sem enn gætir viðhorfa hins gamla heimsveldis ætti að íhuga að verða aðili að samstarfi sem í grunninn er reist á því að lög og reglur sem sett eru í öðrum löndum eru innleidd beint,“ sagði Erna Solberg við NTB-fréttastofuna þegar hún hélt til London miðvikudaginn 15. janúar. „Mér finnst ekki raunhæft að búast við því einmitt á þessum tímapunkti.“

Þetta er fyrsta heimsókn norska forsætisráðherrans til Bretlands eftir að hún tók við embætti sínu á síðasta ári.

Auk Evrópumála er talið líklegt að orkumál verði ofarlega á dagskrá forsætisráðherranna. Norðmenn sjá Bretum fyrir um það bil fjórðungi af því gasi sem þeir nota þá hefur Statnett, norska ríkisraforkufyrirtækið áhuga á að selja raforku eftir sæstreng til Bretlands.

Í Bretlandi hafa ýmsir andstæðingar aðildar Breta að ESB mælt með aðild þeirra að evrópska efnahagssvæðinu (EES) og nýlega kom út bæklingurinn The Norway Option eftir dr. Richard North þar sem færð eru rök gegn fullyrðingum um að völd og áhrif Breta gagnvart Brusselmönnum mundu minnka með aðild EES.

Erna Solberg hefur barist fyrir aðild Noregs að Evrópusambandinu og vill því draga úr gildi samningsins um evrópska efnahagssvæðið eins og kom fram í samtali hennar við NTB vegna ferðar sinnan til Bretlands:

„Ég held að þeir sem taka þátt í umræðunum í Bretlandi og líta til tengsla Noregs [við ESB] vanmeti hve náið við erum í raun tengd lögum og reglum sem fara í taugarnar á þeim.“

Hún sagði það í þágu norskra hagsmuna að Bretar yrðu áfram í ESB þar sem þeir gætu haldið aftur af þeim sem hvetja til nánari samruna innan ESB:

„Okkur er betur borgið séu þjóðir innan ESB sem vilja ekki að þar sé hraðlest en vilja frekar tryggja að samvinnan sem er nú fyrir hendi skili meiri árangri.“

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS