Sunnudagurinn 7. mars 2021

Olli Rehn hopar í valdabaráttu meðal frjálslyndra - hgsanlega ekki í framboði til ESB-þingsins


21. janúar 2014 klukkan 13:42

Guy Verhofstadt, formaður þingflokks frjáslyndra á ESB-þinginu (ALDE), verður oddviti á lista ALDE í komandi ESB-kosningum og þar með frambjóðandi flokksins til að gegna forsæti í framkvæmdastjórn ESB. Olli Rehn, efnahagsmálastjóri ESB, hefur dregið í hlé í baráttunni um oddvitasæti ALDE.

Guy Verhofstadt

Sir Graham Watson, formaðir ALDE, sendi frá sér tilkynningu mánudaginn 20. janúar og skýrði frá því að Verhofstadt og Rehn hefðu komist að samkomulagi um að þeir mundu báðir samhliða leiða lista flokksins í ESB-kosningabaráttunni.

Í tilkynningunni kemur einnig fram að Verhofstadt verði frambjóðandi til að verða forseti framkvæmdastjórnarinnar en Rehn yrði frambjóðandi til mikilvægs embættis innan ESB, einkum á sviði efnahags- eða utanríkismála. Þeir hefðu komið sér saman um að leggja mjög hart að sér í kosningabaráttunni.

Guy Verhofstadt var á sínum tíma forsætisráðherra Belga. Hann er ákafur talsmaður Sambandsríkis Evrópu og hefur ekki látið neitt tækifæri ónotað vegna evru-skuldakreppunnar til að mæla með auknum samruna til að bjarga hinni sameiginlegum mynt.

Finninn Olli Rehn var stækkunarstjóri ESB þegar Íslendingar sóttu um aðild að sambandinu og talaði þá eins og það tæki aðeins fáeina mánuði að ganga frá aðildarskilmálum og kjósa um þá. Hann varð haustið 2009 efnahagsmála- og gjaldmiðilsstjóri ESB og hefur leitast við að knýa fram aga í ríkisfjármálum og efnahagsmálum á undanförnum árum fjármálakreppunnar. Nýtur hann ekki alls staðar hylli vegna framgöngu sinnar. Hann sækist nú eftir að verða annaðhvort utanríkis- og öryggismálastjóri ESB eða forseti evru-hópsins.

Á vefsíðunni Coulisses de Bruxelles segir að ólíklegt sé að Olli Rehn komist á ESB-þingið þar sem flokkur hans í Finnlandi hafi ekki áhuga á að hafa hann meðal frambjóðenda sinna.

Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, kallaði þá Verhofstadt og Rehn til sáttafundar í Haag mánudaginn 20. janúar. Lá fyrir að ALDE kynni að klofna vegna ágreinings stuðningsmanna þeirra og hætta var talin á að frjálslyndir á Ítalíu, í Ungverjalandi og Grikklandi kynnu að segja skilið við ALDE ef Rehn yrði í oddvitasætinu. Þá hafði óformleg könnun sýnt að Verhofstadt hefði fengið 30 til 40 fleiri atkvæði en Rehn hefði verið kosið á milli þeirra.

Sir Graham Watson sem sendi frá sér tilkynninguna um sættirnar um oddvitsætið sat ekki sáttafundinn í Haag. Hann hefur verið fremstur í hópi andstæðinga Verhofstadts og hann taldi Nick Clegg, leiðtoga frjálslyndra í Bretlandi, á að lýsa yfirstuðningi við Rehn. Skýrendur Le Monde segja að Sir Graham hafi stefnt að því að ná formennsku í þingflokki ALDE eftir kosningarnar í maí og gera síðan samstarfssamning við Martin Schulz, oddvita sósíalista.

ALDE tekur formlega ákvörðun um oddvitasæti sitt laugardaginn 1. febrúar.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS