Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, sagði þriðjudaginn 21. janúar hættu á að stjórnleysi yrði í Úkraínu ef ekki tækist að hafa hemil á andstæðingum forseta landsins og ríkisstjórn sem börðust við lögreglu á götum Kíev fram undir morgun aðra nóttina í röð. Mótmælendur kasta mólótov-kokkteilum og grjóti að lögreglumönnum sem svara með höggsprengjum, gúmmíkúlum og táragasi.
Lavrov ræddi við fjölmiðlamenn í Moskvu þriðjudaginn 21. janúar og hvatti þar ESB-ríki til að halda sér frá beinum afskiptum af þrástöðunni milli stjórnarandstæðinga og stjórnarsinna í Úkraínu. Utanríkisráðherrann sagði:
„Við teljum æskilegt að sumir starfsbræður okkar í Evrópu láti hjá hlíða að haga sér óhæfilega vegna vandans í Úkraínu, þegar ráðherrar í ríkisstjórnum nokkurra Evrópulanda fara, án þess að hafa fengið nokkurt boð, með hraði til Maidan [Sjálfstæðistorgsins], taka þátt í mótmælum gegn ríkisstjórn lands þrátt fyrir stjórnmálasamband við hana. Það er ekki annað en fyrirlitlegt.“
Þegar Lavrov hélt blaðamannafund sinn höfðu borist fréttir um að lögregla hefði gert áhlaup á mótmælendur til að fjarlægja víggirðingar þeirra. Utanríkisráðherrann lét einnig í ljós ótta um að átökin í Kíev mundu stigmagnast:
„Ég er persónulega þeirrar skoðunar að varnaðarorðin sem forystumenn stjórnarandstöðunnar flytja – einkum Vitali Klitstjkó – sýni að ástandið er að verða stjórnlaust.“
Fréttir herma að Klitsjkó og öðrum forystumönnum stjórnaraandstöðunnar hafi mistekist að hafa hemil á ofbeldisverkum. Klistjkó sakaði ríkisstjórnina um að greiða slagsmálamönnum fyrir að stofna til vandræða í því skyni að setja mótmælendur í slæmt ljós.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.