Sunnudagurinn 7. mars 2021

Fríverslunar­viðræður ESB og Bandaríkjanna: Þriggja mánaða umsagnarfrestur vegna ótta innan ESB


21. janúar 2014 klukkan 21:34

ESB sló þriðjudaginn 21. janúar á frest í þrjá mánuði einum þætti í fríverslunarviðræðunum við Bandaríkin. Embættismenn í Brussel hafa áhyggjur af ákvæði sem mundi heimila fyrirtækjum að stefna ríkisstjórnum fyrir almennan dómstól fyrir brot á væntanlegum samningi. Tímann á að nota til að leita umsagna ríkisstjórna um þetta atriði.

Karel De Gucht, viðskiptamálastjóri ESB, segir í fréttatilkynningu:

Karel De Gucht

„Ég veit að sumir Evrópumenn hafa verulegar áhyggjur af þessum þætti í samningi ESB og Bandaríkjanna. Nú vil ég að þeir geti gefið álit sitt. Í ýmsum núgildandi samningum hafa verið verið gloppur vegna óljóss orðalags sem fyrirtæki hafa nýtt sér, þetta hefur skapað vandræði.

Evrópsk samtök neytenda, umhverfissinna og verkalýðssamtaka hafa látið í ljós áhyggjur yfir því að samningar um lausn ágreinings fjárfestis og ríkis, investor-to-state dispute settlement (ISDS) agreements, kunni að grafa undan reglum sem eiga vernda almannahagsmuni. ISDS veitir fyrirtæki heimild til að fara í mál við ríkisstjórn fyrir almennum dómstóli vegna ásökunar um brot á viðskiptasamningi.

Bernd Lange, ESB-þingmaður úr flokki sósíalista segir að ISDS geti gert stórum fyrirtækjum kleift að víkja ESB-lögum til hliðar í þágu eigin hagsmuna. Þetta gæti svipt ríki svigrúmi til stefnumótunar á mikilvægum sviðum eins og heilbrigðismála og umhverfismála.

Gagnrýnendur hafa til marks um þetta nefnt málið þar sem Asíu-armur tóbaksrisans Philips Morris fór í mál við ríksstjórn Ástralíu fyrir að setja reglur um hvíta ómerkta sígarettupakka. Philip Morris sagði að málið bryti gegn samningi yfirvalda í Hong Kong við Ástrali.

Karel De Gucht segir að evrópsk fyrirtæki beiti reglulega ákvæðum í ISDS-samningum við önnur ríki.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bréf Víglundar til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar: Leynimakk við kröfuhafa á svig við neyðarlögin

+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingis­húsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS