ESB sló þriðjudaginn 21. janúar á frest í þrjá mánuði einum þætti í fríverslunarviðræðunum við Bandaríkin. Embættismenn í Brussel hafa áhyggjur af ákvæði sem mundi heimila fyrirtækjum að stefna ríkisstjórnum fyrir almennan dómstól fyrir brot á væntanlegum samningi. Tímann á að nota til að leita umsagna ríkisstjórna um þetta atriði.
Karel De Gucht, viðskiptamálastjóri ESB, segir í fréttatilkynningu:
„Ég veit að sumir Evrópumenn hafa verulegar áhyggjur af þessum þætti í samningi ESB og Bandaríkjanna. Nú vil ég að þeir geti gefið álit sitt. Í ýmsum núgildandi samningum hafa verið verið gloppur vegna óljóss orðalags sem fyrirtæki hafa nýtt sér, þetta hefur skapað vandræði.
Evrópsk samtök neytenda, umhverfissinna og verkalýðssamtaka hafa látið í ljós áhyggjur yfir því að samningar um lausn ágreinings fjárfestis og ríkis, investor-to-state dispute settlement (ISDS) agreements, kunni að grafa undan reglum sem eiga vernda almannahagsmuni. ISDS veitir fyrirtæki heimild til að fara í mál við ríkisstjórn fyrir almennum dómstóli vegna ásökunar um brot á viðskiptasamningi.
Bernd Lange, ESB-þingmaður úr flokki sósíalista segir að ISDS geti gert stórum fyrirtækjum kleift að víkja ESB-lögum til hliðar í þágu eigin hagsmuna. Þetta gæti svipt ríki svigrúmi til stefnumótunar á mikilvægum sviðum eins og heilbrigðismála og umhverfismála.
Gagnrýnendur hafa til marks um þetta nefnt málið þar sem Asíu-armur tóbaksrisans Philips Morris fór í mál við ríksstjórn Ástralíu fyrir að setja reglur um hvíta ómerkta sígarettupakka. Philip Morris sagði að málið bryti gegn samningi yfirvalda í Hong Kong við Ástrali.
Karel De Gucht segir að evrópsk fyrirtæki beiti reglulega ákvæðum í ISDS-samningum við önnur ríki.
+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingishúsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.