Fundir undir merkjum Word Economic Forum eru að hefjast í Davos í Sviss. Þangað koma stjórnmálamenn og fjársýslumenn og bera saman bækur sínar. Í tilefni af fundunum flutti sendiboði Frans páfa þátttakendum þann boðskap að þeir ættu að leggja sig fram um að draga úr ójöfnuði í heiminum. „Ég bið ykkur að tryggja að auðæfi þjóni mannkyni en stjórni því ekki,“ sagði í páfaboðskapnum.
Oxfam, alþjóðleg góðgerðasamtök, gáfu þriðjudaginn 21. janúar út skýrslu þar sem athygli er beint að hinu mikla misrétti sem ríkir í heiminum. Þar er lýst heimsbúskap þar sem æ meiri auður færist á hendur fárra. Hér skulu tíunduð nokkur atriði úr skýrslunni:
Stjórnendur fundanna í Davos segja að í ár muni þeir að mestu snúast um hvernig draga megi úr efnahagslegu misvægi enda er sú ályktun dregin í ársskýrslu World Economic Forum að misrétti og ójafnrétti séu þau vandamál sem sé mest knýjandi að leysa.
Klaus Scwab sem lagði grunn að fundunum í Davos sagði við blaðamenn fyrr í vikunni:
„Við verðum að ýta á endurræsingar hnappinn. Um heim allan eru menn enn alltof mikið með hugan við kreppu-stjórnun. Við eigum að líta til framtíðar á uppbyggilegri og skipulegri hátt. Um þetta snýst Davos.“
Oxfam leggur til að forystumenn í atvinnulífinu ráðist gegn ójöfnuði með því að lofa að hætta að koma sér undan að greiða skatta, nota ekki fé sitt framar til að skapa sér pólitísk áhrif og grafa þannig undan lýðræðislegum styrk samborgara sinna, styðja stighækkandi skattheimtu á eignir og tekjur, hvetja ríkisstjórnir til að veita almenna heilsuþjónustu og krefjast þess að laun í fyrirtækjum þeirra dugi til framfærslu.
Skömmu eftir að Oxfam birti skýrslu sína sendi endurskoðunar- og ráðgjafafyrirtækið PricewaterhouseCoopers (PwC) frá sér sitt mat á stöðunni sem er reist á könnun meðal tæplega 1.500 forystumanna á viðhorfi þeirra til heimsbúskaparins. Um 44% þeirra eru nægilega bjartsýnir til að segja að efnahagurinn batni á næstu 12 mánuðum. Alls telja 72% að of mikil afskipti ríkisvaldsins standi vexti viðskiptalífsins mest fyrir þrifum.
Dennis McNally, stjórnarformaður PwC, kynnti niðurstöður fyrirtækisins meðal annars með þessum orðum:
„Áhyggjuefni setja mikinn svip á viðhorf forstjóra, þeir senda þau skýru skilaboð til stjórnvalda að helst hafi þeir áhyggjur af of miklu regluverki, ríkissjóðshalla og hæstu skattþrepum.“
Hér er stuðst við samantekt eftir Elias Groll blaðamann við Foreign Policy í Bandaríkjunum en hann lýkur henni á þeim orðum að viðhorfin sem birtast í könnun PwC bendi ekki til þess að fjársýslumenn og atvinnurekendur vilji ákafir skipa sér í biðröð til að greiða skattana sína í því skyni að minnka ójöfnuð í heiminum.
Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.