Miðvikudagurinn 20. janúar 2021

Úkraína: Vopnahlé fram eftir degi á meðan leitað er friðar - fylkingar gráar fyrir járnum við víggirðingar


23. janúar 2014 klukkan 13:34

Eldar loga í víggirðingum á milli mótmælenda og lögreglu í Kiev fimmtudaginn 23. janúar á meðan talsmenn mótmælenda sitja að nýju fund með Viktor Janúsjenkó, forseta Úkraínu, í leit að friðsamlegri lausn á deilum sem magnast hafa á götum úti í tæpa tvo mánuði. Vopnahlé ríkir fram til klukkan 18.00 í dag að íslenskum tíma en þá ætlar Vitali Klitsjkó, málvari mótmælenda, að hitta þá og skýra frá fundinum með forsetanum.

Vitali Klísjkó ávarpar mótmælendur í Kiev.

„Standið vörð um víggirðingarnar en haldið aftur af ykkur,“ sagði Klitsjkó áður en hann hélt til fundar við forsetan í annað sinn en miðvikudaginn 22. janúar héldu þeir árangurslausan fund. Hann segir á valdi forsetans að binda enda á átökin án blóðsúthellinga. Geri hann það ekki verði ráðist með valdi gegn honum og stjórn hans.

Fyrir forsetann eru lagðar kröfur um að veiti ríkisstjórninni lausn frá störfum, efni til forsetakosninga og afnemi nýsett lög um stórhertar refsingar við mótmælaaðgerðum.

Mykola Azarov, forsætisráðherra Úkraínu, segir að mótmælendur ættu að sýna „meiri auðmýkt“ og „láta af tali um úrslitakosti“.

Lögregla hefur staðfest að tvö lík með sár eftir byssukúlur hafi fundist nálægt átakasvæðum miðvikudaginn 22. janúar. Annar hinna látnu var Serhiy Nihoyan, 20 ára sonur armensk flóttamanns frá Nagorno-Karabakh. Hann yfirgaf heimili sitt í austurhluta Úkarínu í desember til að taka þátt í mótmælunum.

Hinn sem féll fyrir byssuskoti var Mikhail Zhyznewski frá Hvíta-Rússlandi. Hann tók þátt í aðgerðum með Una-Unso, hægri öfgahópi sem minntist hans á vefsíðu sinni.

Azarov forsætisráðherra neitaði því að lögreglan bæri ábyrgð á dauða mannanna, henni væri bannað að bera venjuleg skotvopn. Lögreglumenn hafa skotið gúmmíkúlum á mótmælendur og beitt og táragasi. Taldi ráðherrann að morðin á mönnunum hvíldu „á samvisku og ábyrgð skipuleggjenda og nokkurra þátttakenda í fjöldaaðgerðununum“.

Af hálfu Evrópusambandsins var tilkynnt að það mundi „endurmeta“ tengsl sín við Úkraínu væri um „skipuleg brot á mannréttindum að ræða eða skotárásir á friðsama mótmælendur eða alvarlega aðför að grundvallarfrelsi“.

Bandaríkjastjórn segir að vaxandi spennu í Úkraínu megi rekja beint til þess að stjórn landsins hafi ekki efnt til raunverulegra viðræðna við mótmælendur auk þess hafi hún staðið að setningu ólýðræðislegra laga.

Frá bandaríska sendiráðinu í Kíev bárust fréttir um að þar hefðu embættismenn afturkallað vegabréfsáritanir nokkurra Úkraínumanna án þess að nafngreina þá.

Sergei Lavrov. utanríkisráðherra Rússa, hefur sakað erlenda ráðamenn um að ýta undir mótmæli gegn löglegri stjórn Úkraínu.

Mikhaíl Gorbatsjov, (82 ára) síðasti forseti Sovétríkjanna, birti fimmtudaginn 23. janúar opið bréf til Baracks Obama Bandaríkjaforseta og Vladmírs Pútíns Rússlandsforseta þar sem hann hvatti þá til að hafa forgöngu um friðarviðræður milli deiluaðila í Úkraínu. Birtist bréfið á vefsíðu stofnunar sem kennd er við Gorbatsjov.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS