Sunnudagurinn 15. desember 2019

Fundur um Bretland og EES á vegum Evrópu­vaktarinnar í hádegi á fimmtudag í Háskóla Íslands


28. janúar 2014 klukkan 08:22

Evrópuvaktin, RNH (Rannsóknarsetur um nýsköpun og hagvöxt) og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands boða til hádegisfundar fimmtudaginn 30. janúar klukkan 12.00 til 13.00 í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands, með dr. Richard North sem hefur sérhæft sig í rannsóknum á Evrópusambandinu og sérstaklega stöðu Breta innan þess.

Richard North

Miklar umræður eru nú í Bretlandi um framtíðarsamband landsins og ESB. David Cameron forsætisráðherra hefur lofað þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Breta að ESB á árinu 2017 fái hann brautargengi í þingkosningum 2015. Mörg viðhorf eru reifuð og dr. Richard North hefur fært rök fyrir því sem hann kallar Norway Option – norska kostinn. Þar lítur hann á samband Noregs við ESB á grundvelli EES-samningsins. Skoðanir hans á því efni eiga ekki síður erindi til Íslendinga en Breta eða Norðmanna.

Dr. Richard North stundar rannsóknir og greiningu á stjórnmálum og þróun þeirra. Hann er rithöfundur og bloggari. Hann hefur starfað á öllum stigum stjórnsýslu en hóf störf að umhverfis-heilbrigðismálum á sveitarstjórnarstigi. Hann sinnti hagsmunagæslu fyrir smáframleiðendur í viðskiptalífinu, var í fjögur ár rannsóknastjóri fyrir stjórnmálaflokk á ESB-þinginu. Í tíu ár hefur hann starfað sem sjálfstæður ráðgjafi fyrir breska þingmenn og ráðherra í ríkisstjórn Bretlands.

Richard hefur skrifað nokkrar bækur með blaðamanninum Christopher Booker og má þar nefna Mad Officials og Great Deception - the definitive history of the European Union auk þess Scared to Death þar sem lýst er fyrirbærinu hræðsla. Þá hefur hann sjálfur skrifað nokkrar bækur þar á meðal Ministry of Defeat um misheppnaðar aðgerðir Breta í suðurhluta Íraks og Many Not the Few, um hina hliðina á orrustunni um Bretland í síðari heimsstyrjöldinni. Nýjasta ritverk hans ber heitið The Norway Option sem er gefið út af Bruges Group og snýst um tengsl Noregs við ESB.

Richard stóð með öðrum að því að koma á fót lýðræðishreyfingunni The Harrogate Agenda og hann bloggar á síðunni EUreferendum.com þar sem hann greinir og segir álit sitt á þróun ESB-málefna. Hann er einn þeirra sem keppa til úrslita í ritgerða- og tillögusamkeppni á vegum IEA, Institute of Economic Affairs í London, um svonefnd Brexit-verðlaun, það er stöðu Bretlands eftir úrsögn úr ESB, keppninni er ekki lokið.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS