Svisslendingar greiða sunnudaginn 9. febrúar atkvæði um tillögu sem miðar að því af hálfu flutningsmanna að taka að nýju upp innflytjenda-kvóta gagnvart innflytjendum frá ESB-ríkjum. Könnun sem birt var miðvikudaginn 29. janúar sýnir að stuðningur við tillöguna vex meðal kjósenda. Verði hún samþykkt mun það valda ágreiningi í samskiptum Sviss og ESB.
Hin nýja könnun sýnir að 43% ætla að styðja tillöguna sem þekkt er undir heitinu: Masseneinwanderung stoppen - Stöðvum innflytjendafjöldann. Fyrir tveimur vikum lýstu 37% stuðningi við tillöguna. Þá hefur andstaða við tillöguna minnkað um fimm stig í 50%. Sjö prósent hafa ekki enn gert upp hug sinn. Þeim hefur fækkað um eitt stig.
Svisslendingar ákváðu árið 2007 að fella niður kvóta vegna innflytjenda frá ESB-ríkjum en Sviss er ekki hópi þeirra heldur hefur gert á annað hundrað tvíhliða samninga við sambandið. Verði tillagan samþykkt hefur ríksstjórn Sviss þrjú ár til að semja um nýjar reglur við ESB. Brusselmenn segja að Svisslendingar geti ekki búist við að auðvelt verði að leysa málið.
Regluverk kemur að nýju til sögunnar innan Sviss sem leiðir til þess að svissnesk fyrirtæki verða að sanna að þeim hafi mistekist að finna starfsmenn innan lands áður en þau leita að þeim erlendis.
Svissneski þjóðarflokkurinn stendur að baki tillögunni. Hann er stærsti svissneski þingflokkurinn og segir að síðan 2007 hafi Svisslendingar misst stjórn á innflytjendamálum. Koma 80.000 innflytjenda á ári hafi leitt til efnahagslegra og félagslegra stórvandræða. Heimafólk hafi misst vinnuna, leiguverð hafi hækkað, verð á landi hafi hækkað og heilsuþjónusta, skólar og samgöngukerfi séu að sligast undan auknu álagi.
Ríkisstjórn Sviss með þátttöku allra flokka, meirihlutinn á þingi og aðilar vinnumarkaðarins, bændasamtök og heilbrigðiskerfið leggjast gegn tillögunni með þeim rökum að efnahagslífið staðni án erlends vinnuafls.
Á síðasta ári var tæplega fjórðungur átta milljóna íbúa í Sviss ekki með svissneskt vegabréf. Þetta segja svissneskar hagtölur og einnig að fjöldi innflytjenda sé mestur frá ESB-ríkjunum Portúgal, Þýskalandi, Ítalíu og Frakklandi.
Heimild: AFP
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.