Mánudagurinn 18. janúar 2021

Öryggisráð­stefnan í München: Þýski varnarmála­ráðherrann hvetur til sameiginlegrar evrópskrar varnar­stefnu og herafla að baki henni


1. febrúar 2014 klukkan 13:54
Urslua von der Leyen

Dr. Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands, vill að innan Evrópusambandsins læri menn af þeim mikla árangri sem náðst hefur í Afganistan með náinni samvinnu herafla einstakra ríkja og nýti þá reynslu við pólitíska stefnumótun og töku strategískra ákvarðana. Þetta kom fram í ræðu ráðherrans við upphaf 50. öryggisráðstefnunnar í München föstudaginn 31. janúar. Hafa orð ráðherrans verið túlkuð sem hvatning til að móta sameiginlega evrópska varnarstefnu og koma á fót sameiginlegum liðsafla til að hrinda henni í framkvæmd.

Í ræðu sinni spurði Ursula von der Leyen hvers vegna ekki ætti að líta til reynslunnar af hernaðarlega samstarfinu undir merkjum NATO í Afganistan þegar teknar væru ákvaðarðanir um heildarskipulag og getu herfla ríkja í Evrópu. Hún sagðist vita að þetta væri ekki frumleg hugmynd, fjármálakeppa og mannfjöldaþróun hefði á hinn bóginn neytt margar þjóðir til að hefja djúptæka endurskoðun á herafla sínum. Þýski varnarmálaráðherrann sagði:

„Mér finnst að við höfum nú þegar sóað tíma með því að líta of mikið í okkar eigin barm í stað þess að líta á heraflann í Evrópu í heild. Ef við Evrópubúar viljum áfram gegna trúverðugu hlutverki á sviði öryggismála verðum við að skipuleggja og vinna hlutina saman. Evrópuþjóðum ber að verða tilbúnar til að axla sanngjarnan hluta af sameiginlegum vörnum Atlantshafsþjóðanna – á sameinaðan, samhuga og árangursríkan hátt.

Með þetta í huga kynnti forveri minn sem varnarmálaráðherra, Thomas de Maizière, það sem hann kallaði Samstarfsvettvang þjóða. Í því felst evrópskt svar við evrópskum vanda. Hugmyndin snýst um að hópar þjóða, stórar og litlar, hefji án þrýstings frá öðrum samvinnu við aðra um þróun herafla og vígbúnaðar auk þess að efna til sameiginlegrar þjálfunar og æfinga. Ein samstarfsþjóðanna mundi taka að sér forystu um að stofna til hópsins. Ég tel að með þessu megi bæði styrkja NATO og ESB. Framtakið mun einnig jafna byrðarnar bæði gagnvart Bandaríkjunum og innan Evrópu. Þýskaland er til þess búið að hafa forystu innan slíks samstarfshóps eða leggja sitt af mörkum til hans. Ég er staðráðin í að vinna á næstu vikum og mánuðum áfram að málinu með þeim sem eru þessu hlynntir og vilja taka þátt.

Við framkvæmd verkefnisins ber að líta á það í heild með þjálfun, ráðgjöf, aðstoð og ef nauðsyn krefst ráðstöfun á tækjabúnaði. Í þessum göfuga tilgangi verða Evrópuþjóðir að læra að tala einum rómi. Ég mun leggja mig fram um að bæta enn frekar samstarf ESB og NATO.“

Undir lok ræðu sinnar sagði Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands:

„Þýskaland er sterkt í Evrópu, Þýskaland er þó umfram allt sterkt vegna Evrópu og NATO. Þessu munum við aldrei gleyma. Afskiptaleysi er ekki kostur fyrir Þýskaland. Við munum alltaf hafa þann sögulega arf í huga.“

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS