Xi Jinping, forseti Kína, Viktor Janúkóvitsj, forseti Úkraínu, og Alexander Lukashenko, forseti Hvíta-Rússlands verða auk Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, við setningu vetrarólympíuleikanna í Sotsji föstudaginn 7. febrúar. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, verða ekki í höfðingjastúkunni með Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Þar verða hins vegar Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrkalands, og Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna.
Í frétt breska dagblaðsins The Guardian um fyrirmenni við setningu leikanna í Sotsjí segir að rússneskir ráðamenn hafi vonað að tugir þjóðarleiðtoga yrðu við hina hátíðlegu athöfn. Hins sé ekki litið á leikana sem atburð sem óhjákvæmilegt sé að sækja. Margir ráðamenn á Vesturlöndum hafi orðið andhverfir för á leikana eftir því sem nær þeim dró, einkum eftir að rússneska þingið samþykkti umdeild lög um bann við „samkynhneigðum áróðri“.
Háttsettir fulltrúar koma til Sotsjí frá Ítalíu og Hollandi og segir breska blaðið að löndin séu meðal „fárra Evrópulanda“ sem eigi slíka fulltrúa á leikunum. Enrico Letta, forsætisráðherra Ítalíu, verður við setningarathöfnina og Vilhjálmur-Alexander Hollandskonungur. Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, mun hitta Pútín í Sotsjí þótt nokkur spenna sé í samskiptum Hollendinga og Rússa og þrátt fyrir að samtök samkynhneigða í Hollandi hafi hvatt forsætisráðherrann og aðra til að hundsa leikana.
Thomas Bach, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, hefur sakað erlenda þjóðarleiðtoga sem hundsa leikana um „sýndarmennsku“ sem þeir geti stundað áhættulaust og komist í alþjóðlegar fréttir. Í ræðu sem Bach flutti að Pútín viðstöddum auk forráðamanna í Ólympíusamtökum ýmissa landa sagði hann meðal annars:
„Við erum þakklát þeim sem virða þá staðreynd að íþróttir geta aðeins stuðlað að friði séu þær ekki notaðar til að láta í ljós pólítískan ágreining eða til þess að slá sig til riddara heima eða erlendis.“
Bach vék neyðarlega að þeim sem ákváðu að sækja ekki leikana og sagði að framlag þeirra til baráttu fyrir góðum málstað fælist í „að hafna opinberlega boði sem þeim hefur ekki einu sinni borist“.
Bandaríkjamenn setja ofan í við Rússa með því að senda tvo keppendur til leikanna sem hafa skýrt opinberlega frá samkynhneigð sinni – Caitlin Cahow sem verðlaun í íshokkí á leikunum 2006 og listskautahlauparann Brian Botano. Tennisstjarnan Billie Jean King hafði verið valin til að hafa forystu innan bandaríska hópsins en hún varð að draga sig í hlé á síðustu stundu vegna veikinda móður sinnar.
Norðmenn hafa tilkynnt að heilbrigðisráðherra landsins, Bent Høie úr Hægriflokknum, verði fulltrúi sinn á leikum fatlaðra sem hefjast í mars. Hann er samkynhneigður og fer til Sotsjí með maka sínum.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.