Sunnudagurinn 28. febrúar 2021

Forseti Ítalíu óttast að lýðræðishallinn innan ESB fæli fólk frá sambandinu


5. febrúar 2014 klukkan 21:46

Girorgio Napolitano (88 ára), forseti Ítalíu, flutti ræðu á ESB-þinginu í Strassborg þriðjudaginn 4. febrúar og mælti gegn málstað andstæðinga ESB, hann ætti ekki að ráða ferð í baráttunni fyrir ESB-þingkosningarnar í maí. Mikilvægt væri að takast á um raunveruleg viðfangsefni sem snertu hag almennings. ESB-þingmenn Lega Nord-flokksins á Ítalíu gerðu hróp að forsetanum.

Uppnám varð í ESB-þingsalnum þegar þingmenn Lega Nord lyftu spjöldum gegn evrunni.

Þingmenn Lega Nord, Norðurbandalagsins, héldu á spjöldum þar sem stóð: „Basta euro“ – burt með evruna. Einn úr hópnum, Matteo Salvini, hrópaði: „Napolitano kann ekki að skammast sín!“

Ítalski forsetinn sagði að kosningarnar í maí „skiptu sköpum“ fyrir ESB vegna „kreppu í almennum stuðningi“. Hann sakaði þá sem boðuðu upplausn ESB um „ódýran áróður… [og] fáheyrða einföldun“. Forsetinn sagði: „Við verðum að bejast gegn þjóðernislegri eigingirni og íhaldssemi sem einkennist af tímaskekkju.“

Hann gagnrýndi á hinn bóginn stuðningsmenn ESB fyrir „hik, tafir og ósamstöðu“. Forsetinn sagði:

„Kjósendur standa frammi fyrir villandi vali á milli þreyttra málsvara í varnarstöðu í Evrópu sem hefur glímt við meiriháttar vandræði á leið sinni til samruna og hins vegar niðurrifsafla með áróður gegn evrunni og sambandinu.“

Forsetinn sagði að óhjákvæmilegt hefði verið að grípa til opinberra aðhaldsaðgerða á fyrstu stigum fjármálakreppunnar til að koma á stöðugleika en hins vegar mætti ekki standa of lengi á bremsunum vegna hins félagslega kostnaðar sem því fylgdi til dæmis með auknu atvinnuleysi ungs fólks. Þá hefði skortur á lýðræðislegu aðhaldi vegna efnahagsstjórnar innan ESB fælt kjósendur á brott.

„Ég er raunar þeirrar skoðunar að lýðræðishallinn við töku ákvarðana innan ESB hafi skipt miklu máli,“ sagði forseti Ítalíu þegar hann lýsti áhyggjum sínum vegna áhugaleysis almennings á ESB.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS