Girorgio Napolitano (88 ára), forseti Ítalíu, flutti ræðu á ESB-þinginu í Strassborg þriðjudaginn 4. febrúar og mælti gegn málstað andstæðinga ESB, hann ætti ekki að ráða ferð í baráttunni fyrir ESB-þingkosningarnar í maí. Mikilvægt væri að takast á um raunveruleg viðfangsefni sem snertu hag almennings. ESB-þingmenn Lega Nord-flokksins á Ítalíu gerðu hróp að forsetanum.
Þingmenn Lega Nord, Norðurbandalagsins, héldu á spjöldum þar sem stóð: „Basta euro“ – burt með evruna. Einn úr hópnum, Matteo Salvini, hrópaði: „Napolitano kann ekki að skammast sín!“
Ítalski forsetinn sagði að kosningarnar í maí „skiptu sköpum“ fyrir ESB vegna „kreppu í almennum stuðningi“. Hann sakaði þá sem boðuðu upplausn ESB um „ódýran áróður… [og] fáheyrða einföldun“. Forsetinn sagði: „Við verðum að bejast gegn þjóðernislegri eigingirni og íhaldssemi sem einkennist af tímaskekkju.“
Hann gagnrýndi á hinn bóginn stuðningsmenn ESB fyrir „hik, tafir og ósamstöðu“. Forsetinn sagði:
„Kjósendur standa frammi fyrir villandi vali á milli þreyttra málsvara í varnarstöðu í Evrópu sem hefur glímt við meiriháttar vandræði á leið sinni til samruna og hins vegar niðurrifsafla með áróður gegn evrunni og sambandinu.“
Forsetinn sagði að óhjákvæmilegt hefði verið að grípa til opinberra aðhaldsaðgerða á fyrstu stigum fjármálakreppunnar til að koma á stöðugleika en hins vegar mætti ekki standa of lengi á bremsunum vegna hins félagslega kostnaðar sem því fylgdi til dæmis með auknu atvinnuleysi ungs fólks. Þá hefði skortur á lýðræðislegu aðhaldi vegna efnahagsstjórnar innan ESB fælt kjósendur á brott.
„Ég er raunar þeirrar skoðunar að lýðræðishallinn við töku ákvarðana innan ESB hafi skipt miklu máli,“ sagði forseti Ítalíu þegar hann lýsti áhyggjum sínum vegna áhugaleysis almennings á ESB.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.